Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:41 Sölvi Geir Ottesen fer vel af stað í starfi sem aðstoðarþjálfari Víkings. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira