Segir Úkraínu enn á leið í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 10:53 Keir Starmer og Vólódímír Selenskí. EPA Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafa notað svipuð orð um mögulega aðild Úkraínu að NATO en flestum þykir ljóst að ríkið verður ekki aðili að bandalaginu á næstu árum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann gæti ekki ímyndað sér að Rússar, sem eru ekki í NATO, myndu nokkurn tímann leyfa Úkraínu að ganga inn í bandalagið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hafði þar áður slegið á svipaða strengi og slegið aðild að NATO af borðinu. Hann dró það til baka í kjölfar mikillar gagnrýni um að hann hefði kastað frá sér mikilvægum viðræðulið í mögulegum friðarviðræðum við Rússa. Sky News vitnar í yfirlýsingu frá Downingstræti um að Starmer hafi ítrekað að Bretar stæðu enn við bak Úkraínumanna og gerðu það eins lengi og til þyrfti. Starmer sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að koma að viðræðum um innrás Rússa og að Úkraínumenn hafi einnig þörf á sterkum öryggistryggingum, hernaðaraðstoð og þeir gætu reitt sig á Breta. Þá er haft eftir Starmer að hann hafi ítrekað að innganga Úkraínu í NATO væri óumflýjanleg, eins og samþykkt hafi verið á fundi í Bandaríkjunum í fyrra. Hvenær þessi innganga á að eiga sér stað er þó óljóst. Í yfirlýsingunni frá Downingstræti segir einnig að Starmer og Selenskí verði í áframhaldandi samskiptum. Selenskí segir að hann og Starmer hafi einnig talað um samtal hans og Trumps á dögunum og aðrar viðræður úkraínska forsetans við bandaríska erindreka. Hann segir alla þurfa að vinna saman til að ná góðum árangri og að öryggi stakra þjóða byggi á þeirra sameiginlega öryggi. I had a good conversation with UK Prime Minister @Keir_Starmer. I thanked him for all the UK’s support and emphasized that we deeply value Britain’s leadership.I informed Prime Minister Starmer about my discussion with President Trump and contacts with the American side. The…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 14, 2025 Bretland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Sjá meira
Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafa notað svipuð orð um mögulega aðild Úkraínu að NATO en flestum þykir ljóst að ríkið verður ekki aðili að bandalaginu á næstu árum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann gæti ekki ímyndað sér að Rússar, sem eru ekki í NATO, myndu nokkurn tímann leyfa Úkraínu að ganga inn í bandalagið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hafði þar áður slegið á svipaða strengi og slegið aðild að NATO af borðinu. Hann dró það til baka í kjölfar mikillar gagnrýni um að hann hefði kastað frá sér mikilvægum viðræðulið í mögulegum friðarviðræðum við Rússa. Sky News vitnar í yfirlýsingu frá Downingstræti um að Starmer hafi ítrekað að Bretar stæðu enn við bak Úkraínumanna og gerðu það eins lengi og til þyrfti. Starmer sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að koma að viðræðum um innrás Rússa og að Úkraínumenn hafi einnig þörf á sterkum öryggistryggingum, hernaðaraðstoð og þeir gætu reitt sig á Breta. Þá er haft eftir Starmer að hann hafi ítrekað að innganga Úkraínu í NATO væri óumflýjanleg, eins og samþykkt hafi verið á fundi í Bandaríkjunum í fyrra. Hvenær þessi innganga á að eiga sér stað er þó óljóst. Í yfirlýsingunni frá Downingstræti segir einnig að Starmer og Selenskí verði í áframhaldandi samskiptum. Selenskí segir að hann og Starmer hafi einnig talað um samtal hans og Trumps á dögunum og aðrar viðræður úkraínska forsetans við bandaríska erindreka. Hann segir alla þurfa að vinna saman til að ná góðum árangri og að öryggi stakra þjóða byggi á þeirra sameiginlega öryggi. I had a good conversation with UK Prime Minister @Keir_Starmer. I thanked him for all the UK’s support and emphasized that we deeply value Britain’s leadership.I informed Prime Minister Starmer about my discussion with President Trump and contacts with the American side. The…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 14, 2025
Bretland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Sjá meira
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59
Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent