Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir og Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 07:01 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun