Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir og Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 07:01 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun