Handbolti

Sigur­steinn setti fjór­tán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigursteinn Arnda leyfði fjórtán ára syni sínum að spila í leiknum í kvöld.
Sigursteinn Arnda leyfði fjórtán ára syni sínum að spila í leiknum í kvöld. vísir / vilhelm

FH-ingar unnu ekki bara stórsigur á Fjölni í kvöld og sinn fyrsta leik á nýju ári því þeir slógu líklega metið yfir yngsta leikmanninn í efstu deild karla í handbolta.

FH vann sextán marka sigur á Fjölni, 38-22, í Olís deild karla í Grafarvoginum.

Brynjar Narfi Arndal, sonur þjálfarans Sigursteins Arndal, kom inn á völlinn í leiknum.

Brynjar Narfi er fæddur 30. júní árið 2010 og er því enn bara fjórtán ára gamall. Hann er mjög efnilegur leikmaður og nú búinn að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki þrátt fyrir mjög ungan aldur.

Brynjar tók eitt skot en náði ekki að skora. Hann var í þriðja sinn á skýrslu hjá FH í kvöld en kom inn á völlinn í fyrsta sinn.

Það eru ekki til upplýsingar um annað en að Brynjar sé með þessu orðinn yngsti leikmaðurinn í efstu deild karla í handbolta frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×