Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 15:53 Eggert Aron Guðmundsson er orðinn leikmaður Brann og er samningur hans til ársins 2028. brann.no Eggert Aron Guðmundsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður norska knattspyrnufélagsins Brann og hann mun því leika undir stjórn Freys Alexanderssonar. Samningur hans við Brann gildir til 2028. Eggert, sem er 21 árs gamall, viðurkennir að dvölin hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg hafi ekki staðist væntingar en tækifæri hans þar voru af afar skornum skammti. „Ég hélt að þetta yrði mjög gott skref fyrir mig en á endanum varð þetta ekki gott skref. Vonandi er Brann frábært skref,“ sagði Eggert við heimasíðu Brann í viðtali sem var tekið á Marbella á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi tímabil. Eggert hafði slegið í gegn með Stjörnunni í Bestu deildinni og skorað ellefu mörk á kveðjutímabili sínu þar 2023 en fékk aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra, og alls sjö deildarleiki en í þeim skoraði hann eitt mark. Nú er hann mættur til Brann sem hafnað hefur í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og fékk í vetur Frey sem þjálfara. „Brann er mjög áhugavert félag. Liðið hefur náð góðum árangri síðustu ár og þegar ég heyrði af áhuga Brann varð ég strax spenntur. Ég held að þetta sé gott val fyrir mig,“ sagði Eggert og bætti við: „Ég ætla mér að koma með jákvæða orku til Brann, bæði innan og utan vallar. Inni á vellinum er ég mjög ákafur leikmaður sem ætti að henta Brann mjög vel og ég vona að leikstíll liðsins henti mér. Ég vil taka leikmenn á, fara í einvígi og sýna hörku þó að ég sé ekki sá stærsti.“ Brann sækir Fredrikstad heim 29. mars í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Eggert, sem er 21 árs gamall, viðurkennir að dvölin hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg hafi ekki staðist væntingar en tækifæri hans þar voru af afar skornum skammti. „Ég hélt að þetta yrði mjög gott skref fyrir mig en á endanum varð þetta ekki gott skref. Vonandi er Brann frábært skref,“ sagði Eggert við heimasíðu Brann í viðtali sem var tekið á Marbella á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi tímabil. Eggert hafði slegið í gegn með Stjörnunni í Bestu deildinni og skorað ellefu mörk á kveðjutímabili sínu þar 2023 en fékk aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra, og alls sjö deildarleiki en í þeim skoraði hann eitt mark. Nú er hann mættur til Brann sem hafnað hefur í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og fékk í vetur Frey sem þjálfara. „Brann er mjög áhugavert félag. Liðið hefur náð góðum árangri síðustu ár og þegar ég heyrði af áhuga Brann varð ég strax spenntur. Ég held að þetta sé gott val fyrir mig,“ sagði Eggert og bætti við: „Ég ætla mér að koma með jákvæða orku til Brann, bæði innan og utan vallar. Inni á vellinum er ég mjög ákafur leikmaður sem ætti að henta Brann mjög vel og ég vona að leikstíll liðsins henti mér. Ég vil taka leikmenn á, fara í einvígi og sýna hörku þó að ég sé ekki sá stærsti.“ Brann sækir Fredrikstad heim 29. mars í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.
Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira