„Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. febrúar 2025 19:14 Ásgeir Örn stýrði sínum mönnum til átta marka sigurs. vísir / ernir „Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku. „Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
„Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira