Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. febrúar 2025 21:46 Margrét Ágústa Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins. „Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni,“ skrifar Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í aðsendri grein á Vísi. Ostamálið svokallaða varðar tollflokkun á innfluttum pitsaosti frá Belgíu. Heildsala hérlendis hóf innflutning á ostinum sem blandaður var við jurtaolíu. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun ostsins úr vöru sem ekki þyrfti að greiða tolla af yfir í að bera háa tolla. Vegna þess var Ísland sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu, í fyrsta skipti eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði. Í tilkynningu Félags atvinnurekanda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nú hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birt í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni svo varan beri ekki tolla. „Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi,“ skrifar Margrét. Sjá nánar: „Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts“ Hún segir málið einfalt. „Það mál sem borið hefur hæst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost,“ skrifar Margrét. Einungis hugað að sérhagsmunum Málið hafi farið fyrir héraðsdóm og Landsréttur síðan staðfest dóminn. Hæstarétti þótti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá. „Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla,“ skrifar Margrét. Hún segir að þar sé ekki verið að huga að hagsmunum almennings heldur sérhagsmuna þeirra sem flytja vöruna inn. Þessar breytingar gætu haft veruleg áhrif á innlenda mjólkurframleiðslu. „Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað að vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning,“ skrifar Margrét. Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matur Neytendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni,“ skrifar Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í aðsendri grein á Vísi. Ostamálið svokallaða varðar tollflokkun á innfluttum pitsaosti frá Belgíu. Heildsala hérlendis hóf innflutning á ostinum sem blandaður var við jurtaolíu. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun ostsins úr vöru sem ekki þyrfti að greiða tolla af yfir í að bera háa tolla. Vegna þess var Ísland sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu, í fyrsta skipti eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði. Í tilkynningu Félags atvinnurekanda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nú hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birt í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni svo varan beri ekki tolla. „Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi,“ skrifar Margrét. Sjá nánar: „Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts“ Hún segir málið einfalt. „Það mál sem borið hefur hæst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost,“ skrifar Margrét. Einungis hugað að sérhagsmunum Málið hafi farið fyrir héraðsdóm og Landsréttur síðan staðfest dóminn. Hæstarétti þótti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá. „Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla,“ skrifar Margrét. Hún segir að þar sé ekki verið að huga að hagsmunum almennings heldur sérhagsmuna þeirra sem flytja vöruna inn. Þessar breytingar gætu haft veruleg áhrif á innlenda mjólkurframleiðslu. „Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað að vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning,“ skrifar Margrét.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matur Neytendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira