Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 11:57 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann fundar með þarlendum ráðamönum í dag, og Rússum á morgun. AP/Evelyn Hockstein Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira