Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 11:57 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann fundar með þarlendum ráðamönum í dag, og Rússum á morgun. AP/Evelyn Hockstein Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira