„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:02 Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla. Vísir/Bjarni Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira