Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit 18. febrúar 2025 08:05 Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Menning Tónlistarnám Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun