Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 10:21 Flugvélin er frá Delta Airlines í Bandaríkjunum. Þetta var fjórða stóra flugslyst Norður-Ameríku á einum mánuði. AP/Teresa Barbieri Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar. Alls voru áttatíu manns um borð; 76 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Enginn hinna slösuðu er í alvarlegu ástandi en upplýsingar um slasaða og ástand þeirra hafa verið á nokkru reiki, samkvæmt frétt kanadíska ríkisútvarpsins. Enginn mun þó hafa látið lífið. Flugvélinni, sem er af gerðinni Mitsubishi CRJ-900LR, hafði verið flogið frá Mineapolis í Bandaríkjunum og varð slysið við lendingu í Toronto. Mikill vindur var á svæðinu og sömuleiðis var snjór á flugbrautinni. Sjá einnig: Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Þegar verið var að lenda henni skall hún harkalega í jörðina, miðað við áðurnefndar upptökur og kom upp nokkur eldur. Annar vængur flugvélarinnar brotnaði af og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af slysinu sem hafa verið birt á netinu. Someone sends this, I don’t actually know what it is pic.twitter.com/C0miakUdOW— JonNYC (@xJonNYC) February 17, 2025 Þó nokkur vindur hafi verið á svæðinu segir AP fréttaveitan að óljóst sé hvað hafi leitt til flugslyssins. Samskipti milli flugmanna og flugumferðarstjóra hafi verið með eðlilegum hætti. Flugumferðarstjóri varaði við vindinum og því að flugvélin gæti hrist til í aðfluginu. Eftir að flugvélin staðnæmdist gekk vel að ná fólki út og eru slökkviliðsmenn sagðir hafa verið mjög fljótir á vettvang. Einn farþega tók upp meðfylgjandi myndband á leiðinni út úr flugvélinni. Kanada Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Alls voru áttatíu manns um borð; 76 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Enginn hinna slösuðu er í alvarlegu ástandi en upplýsingar um slasaða og ástand þeirra hafa verið á nokkru reiki, samkvæmt frétt kanadíska ríkisútvarpsins. Enginn mun þó hafa látið lífið. Flugvélinni, sem er af gerðinni Mitsubishi CRJ-900LR, hafði verið flogið frá Mineapolis í Bandaríkjunum og varð slysið við lendingu í Toronto. Mikill vindur var á svæðinu og sömuleiðis var snjór á flugbrautinni. Sjá einnig: Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Þegar verið var að lenda henni skall hún harkalega í jörðina, miðað við áðurnefndar upptökur og kom upp nokkur eldur. Annar vængur flugvélarinnar brotnaði af og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af slysinu sem hafa verið birt á netinu. Someone sends this, I don’t actually know what it is pic.twitter.com/C0miakUdOW— JonNYC (@xJonNYC) February 17, 2025 Þó nokkur vindur hafi verið á svæðinu segir AP fréttaveitan að óljóst sé hvað hafi leitt til flugslyssins. Samskipti milli flugmanna og flugumferðarstjóra hafi verið með eðlilegum hætti. Flugumferðarstjóri varaði við vindinum og því að flugvélin gæti hrist til í aðfluginu. Eftir að flugvélin staðnæmdist gekk vel að ná fólki út og eru slökkviliðsmenn sagðir hafa verið mjög fljótir á vettvang. Einn farþega tók upp meðfylgjandi myndband á leiðinni út úr flugvélinni.
Kanada Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira