Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 11:17 Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun