Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:02 Mikið er rætt í íslensku samfélagi um réttindi kvenna og svokallaða “inngildingu” fólks af erlendum uppruna. Meðferð ræstingafyrirtækisins Ræstitækni ehf. á trúnaðarmanninum Andreinu Edwards Quero sýnir hins vegar hversu langt er í land þegar kemur að stöðu innflytjendakvenna í láglaunastörfum á íslenskum vinnumarkaði. Andreina steig fram í sláandi viðtali í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn föstudag, og var sagt ítarlegar frá máli hennar í kjölfarið á RÚV og á Vísi. Saga hennar er þó ekki saga einnar manneskju heldur dæmisaga. Trúnaðarmaður í eldlínunni Eldraun Andreinu hófst í mars 2024 þegar stjórnendur Ræstitækni ehf. hófu að taka hana fyrir vegna starfa hennar sem trúnaðarmaður. Hún var sökuð um að dreifa röngum upplýsingum án þess að nokkur fótur væri fyrir því. Henni sagt að hún ætti að biðja um leyfi áður en hún ræddi við vinufélaga sína um launamál. Það var gengið svo langt að neyða hana til að standa upp fyrir framan vinnufélaga sína á starfsmannafundi og leggja fram falska játningu. Þessar aðfarir Ræstitækni ehf. gegn trúnaðarmanni eru bein árás á rétt verkafólks til að skipuleggja sig og tala máli sínu. Trúnaðarmenn eins og Andreina eru hryggjarstykkið í réttindavörslu verkafólks. Hlutverk þeirra er að tryggja að verkafólk sé upplýst um réttindi sín, njóti verndar og hafi leiðir til að koma á framfæri athugasemdum við atvinnurekenda þegar því er að skipta. Með því að þagga niður í rödd Andreinu hefur fyrirtækið Ræstitækni ehf. ráðist til atlögu gegn þeim lögvörðu tækjum sem verkafólk hefur til að veita atvinnurekendum aðhald. Misnotkun á viðkvæmum hópum Starfsfólk Ræstitækni ehf., sem flestir eru innflytjendur frá Venesúela og tala eingöngu spænsku, hafa þurft að starfa undir aðstæðum sem er best lýst sem ómannúðlegum. Þeir þurfa að þrífa allt að 13 verkstaði á víð og dreif um bæinn á einum og sama deginum undir stífu tímaplani, eru vaktaðir með GPS-tækjum, og er neitað um grundvallar aðbúnað á borð við aðgengi að klósettum og hvíldaraðstöðu. Það er komið fram við þetta verkafólk eins og þau séu vélar eða tæki, en ekki manneskjur sem eiga skilið virðingu og mannlega reisn. Beiting fyrirtækisins á tímamældri ákvæðisvinnu er svo enn ein hliðin á þeirri misnotkun sem þar fer fram. Fyrirtækið hefur neitað samvinnu við Eflingu um að kanna vinnuhraða, og þurfti Efling því að láta vinna sína eigin mælingar með aðstoð erlends sérfræðings. Þær sýna að starfsmenn þurfa að klára verk á óbærilegum hraða, en samt fær enginn þeirra 20% álag sem því á að fylgja er samkvæmt kjarasamningum. Vinnuvernd í lamasessi Það sem einnig vekur óhug varðandi skipulag vinnunnar hjá Ræstitækni ehf. er vanræksla fyrirtækisins á grunnatriðum í aðbúnaði og öryggi. Vinnuverndarúttekt sýndi að Andreina, á sama tíma og hún var ólétt, hafði ekki aðgengi að klósetti og þurfi að nota skál sem hún geymdi í bílnum. Áhugaleysi stjórnenda fyrirtækisins á öryggi og aðbúnaði starfsfólks sést best í því að þeir þóttust ekki kannast við þessar lýsingar, þó svo að þeir hafi sjálfir pantað umrædda vinnuverndarúttekt. Aflukið fríríki atvinnurekenda Stjórnendur Ræstitækni ehf. hafa ítrekað svarað spurningum og athugasemdum Eflingar um kjör starfsfólks með því að vísa til þess að þeir séu duglegir að bjóða starfsfólkinu upp á grillmat og jógúrt í morgunmat. Þeir halda því fram að starfsfólkið sé ánægt, og vel má vera að það sé rétt í einhverjum tilvikum. Laun starfsmannanna á Íslandi eru hærri en í heimalöndum þeirra, og að sjálfsögðu reiðast þeir ekki yfir kjarasamningsbrotum ef þeir vita ekki hver þau eru og hafa ekki leiðir til að kynna sér réttindi sín. Aðferð stjórnenda Ræstitækni ehf. er sú að byggja aflokaða veröld, þar sem upplýsingum er réttindi er haldið frá aðfluttu verkafólki og þeim talin trú um að jógúrt og grillmatur geti komið í staðinn fyrir virðingu fyrir lágmarksákvæðum kjarasamninga. Í þessu fríríki atvinnurekandans makar hann krókinn, enda skiljanlegt að hann hafi efni á jógúrtdósum þegar hann sparar sér launakostnað upp á allt að 20% með því að brjóta ákvæði kjarasamninga um tímamælda ákvæðisvinnu. Þögnin verndar okkur ekki Saga Andreinu er áminning til íslensks samfélags um að baráttan fyrir grunnréttindum verkafólks er í fullum gangi meðal innflutts verkafólks. Sú barátta er barátta fyrir mannlegri reisn, sanngirni og réttlæti. Baráttan snýst um réttinn til að skipuleggja sig á vinnustað, að mega tjá sig og mega krefjast betri kjara. Við eigum að standa með Andreinu og verkafólki í sömu stöðu og hún. Við eigum að krefjast þess að Ræstitækni ehf. axli ábyrgð á brotum sínum. Við eigum að krefjast þess að Samtök atvinnulífsins hætti að styðja við bakið á fyrirtækjum sem fara illa með starfsfólk sitt. Að endingu verðum við að krefjast réttrar framfylgdar á ákvæðum kjarasamninga. Hugrekki Andreinu andspænis ofríki er innblástur. Mig langar að endingu að gera þessi orð hennar að mínum: „Ég veit hvernig það er að óttast að taka til máls, að hræðast að missa vinnuna sína, að vera fjarri heimahögum og vita ekki hvort nokkur muni sýna stuðning. En þögnin verndar okkur ekki. Rödd okkar er besta verkfærið sem við höfum til að krefjast virðingar og réttlátra kjara. Við erum ekki ein. Ég tók fyrsta skrefið, en þetta er bara byrjunin.“ Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mikið er rætt í íslensku samfélagi um réttindi kvenna og svokallaða “inngildingu” fólks af erlendum uppruna. Meðferð ræstingafyrirtækisins Ræstitækni ehf. á trúnaðarmanninum Andreinu Edwards Quero sýnir hins vegar hversu langt er í land þegar kemur að stöðu innflytjendakvenna í láglaunastörfum á íslenskum vinnumarkaði. Andreina steig fram í sláandi viðtali í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn föstudag, og var sagt ítarlegar frá máli hennar í kjölfarið á RÚV og á Vísi. Saga hennar er þó ekki saga einnar manneskju heldur dæmisaga. Trúnaðarmaður í eldlínunni Eldraun Andreinu hófst í mars 2024 þegar stjórnendur Ræstitækni ehf. hófu að taka hana fyrir vegna starfa hennar sem trúnaðarmaður. Hún var sökuð um að dreifa röngum upplýsingum án þess að nokkur fótur væri fyrir því. Henni sagt að hún ætti að biðja um leyfi áður en hún ræddi við vinufélaga sína um launamál. Það var gengið svo langt að neyða hana til að standa upp fyrir framan vinnufélaga sína á starfsmannafundi og leggja fram falska játningu. Þessar aðfarir Ræstitækni ehf. gegn trúnaðarmanni eru bein árás á rétt verkafólks til að skipuleggja sig og tala máli sínu. Trúnaðarmenn eins og Andreina eru hryggjarstykkið í réttindavörslu verkafólks. Hlutverk þeirra er að tryggja að verkafólk sé upplýst um réttindi sín, njóti verndar og hafi leiðir til að koma á framfæri athugasemdum við atvinnurekenda þegar því er að skipta. Með því að þagga niður í rödd Andreinu hefur fyrirtækið Ræstitækni ehf. ráðist til atlögu gegn þeim lögvörðu tækjum sem verkafólk hefur til að veita atvinnurekendum aðhald. Misnotkun á viðkvæmum hópum Starfsfólk Ræstitækni ehf., sem flestir eru innflytjendur frá Venesúela og tala eingöngu spænsku, hafa þurft að starfa undir aðstæðum sem er best lýst sem ómannúðlegum. Þeir þurfa að þrífa allt að 13 verkstaði á víð og dreif um bæinn á einum og sama deginum undir stífu tímaplani, eru vaktaðir með GPS-tækjum, og er neitað um grundvallar aðbúnað á borð við aðgengi að klósettum og hvíldaraðstöðu. Það er komið fram við þetta verkafólk eins og þau séu vélar eða tæki, en ekki manneskjur sem eiga skilið virðingu og mannlega reisn. Beiting fyrirtækisins á tímamældri ákvæðisvinnu er svo enn ein hliðin á þeirri misnotkun sem þar fer fram. Fyrirtækið hefur neitað samvinnu við Eflingu um að kanna vinnuhraða, og þurfti Efling því að láta vinna sína eigin mælingar með aðstoð erlends sérfræðings. Þær sýna að starfsmenn þurfa að klára verk á óbærilegum hraða, en samt fær enginn þeirra 20% álag sem því á að fylgja er samkvæmt kjarasamningum. Vinnuvernd í lamasessi Það sem einnig vekur óhug varðandi skipulag vinnunnar hjá Ræstitækni ehf. er vanræksla fyrirtækisins á grunnatriðum í aðbúnaði og öryggi. Vinnuverndarúttekt sýndi að Andreina, á sama tíma og hún var ólétt, hafði ekki aðgengi að klósetti og þurfi að nota skál sem hún geymdi í bílnum. Áhugaleysi stjórnenda fyrirtækisins á öryggi og aðbúnaði starfsfólks sést best í því að þeir þóttust ekki kannast við þessar lýsingar, þó svo að þeir hafi sjálfir pantað umrædda vinnuverndarúttekt. Aflukið fríríki atvinnurekenda Stjórnendur Ræstitækni ehf. hafa ítrekað svarað spurningum og athugasemdum Eflingar um kjör starfsfólks með því að vísa til þess að þeir séu duglegir að bjóða starfsfólkinu upp á grillmat og jógúrt í morgunmat. Þeir halda því fram að starfsfólkið sé ánægt, og vel má vera að það sé rétt í einhverjum tilvikum. Laun starfsmannanna á Íslandi eru hærri en í heimalöndum þeirra, og að sjálfsögðu reiðast þeir ekki yfir kjarasamningsbrotum ef þeir vita ekki hver þau eru og hafa ekki leiðir til að kynna sér réttindi sín. Aðferð stjórnenda Ræstitækni ehf. er sú að byggja aflokaða veröld, þar sem upplýsingum er réttindi er haldið frá aðfluttu verkafólki og þeim talin trú um að jógúrt og grillmatur geti komið í staðinn fyrir virðingu fyrir lágmarksákvæðum kjarasamninga. Í þessu fríríki atvinnurekandans makar hann krókinn, enda skiljanlegt að hann hafi efni á jógúrtdósum þegar hann sparar sér launakostnað upp á allt að 20% með því að brjóta ákvæði kjarasamninga um tímamælda ákvæðisvinnu. Þögnin verndar okkur ekki Saga Andreinu er áminning til íslensks samfélags um að baráttan fyrir grunnréttindum verkafólks er í fullum gangi meðal innflutts verkafólks. Sú barátta er barátta fyrir mannlegri reisn, sanngirni og réttlæti. Baráttan snýst um réttinn til að skipuleggja sig á vinnustað, að mega tjá sig og mega krefjast betri kjara. Við eigum að standa með Andreinu og verkafólki í sömu stöðu og hún. Við eigum að krefjast þess að Ræstitækni ehf. axli ábyrgð á brotum sínum. Við eigum að krefjast þess að Samtök atvinnulífsins hætti að styðja við bakið á fyrirtækjum sem fara illa með starfsfólk sitt. Að endingu verðum við að krefjast réttrar framfylgdar á ákvæðum kjarasamninga. Hugrekki Andreinu andspænis ofríki er innblástur. Mig langar að endingu að gera þessi orð hennar að mínum: „Ég veit hvernig það er að óttast að taka til máls, að hræðast að missa vinnuna sína, að vera fjarri heimahögum og vita ekki hvort nokkur muni sýna stuðning. En þögnin verndar okkur ekki. Rödd okkar er besta verkfærið sem við höfum til að krefjast virðingar og réttlátra kjara. Við erum ekki ein. Ég tók fyrsta skrefið, en þetta er bara byrjunin.“ Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun