Sport

Trump yngri fjár­festir í og talar fyrir Ólympíu­leikum á sterum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bandaríkjamenn eru að fara að halda hina hefðbundnu Ólympíuleika í Los Angeles efrir þrjú ár en Donald Trump Jr. vill á sama tíma tala fyrir og fjárfesta í sterkaleikunum.
Bandaríkjamenn eru að fara að halda hina hefðbundnu Ólympíuleika í Los Angeles efrir þrjú ár en Donald Trump Jr. vill á sama tíma tala fyrir og fjárfesta í sterkaleikunum. Getty/Anna Moneymaker

Donald Trump Jr., sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vill sjá íþróttafólk taka ólögleg lyf til að ná enn betri árangri.

Það er hans mat að með því að banna lyfjanotkun íþróttafólks þá séu verið að svíkja manfólkið um að komast enn lengra í afrekum sínum í íþróttum

Trump yngri er sjálfur búinn að fjárfesta stórum upphæðum í lyfjaólympíuleikunum svokölluðu.

Leikarnir kallast „Enhanced Games“" upp á enskuna. Þar er talað um Ólympíuleika á sterum. Þar verða engin lyfjapróf að íþróttafólkið kemst því upp með að neita ólöglegra lyfja til að auka afreksgetu sína.

Það er auðvitað stórhættulegt enda margsannað að ólögleg lyf geta verið lífshættuleg fyrir íþróttafólkið. NRK segir frá.

Nú eru aðeins þrjú ár í því að Bandaríkjamenn haldi Ólympíuleikana í Los Angeles en sonur Bandaríkjaforseta er engu að síður að tala fyrir öðrum leikum.

„Í meira en hundrað ár þá hefur fólkið sem stjórnar íþróttaheiminum komið í veg fyrir nýbreytni, haldið einstaklingum niðri og komið í veg fyrir að íþróttafólk geti fundið út hver mörkin þeirra séu. Það endar núna,“ sagði Donald Trump yngri.

Hann stýrir fjárfestingahópnum 1789 Capital sem ætlar að safna stórum upphæðir fyrir lyfjaleikana. Þetta kemur fram í The Financial Times.

Þeir sem standa fyrir "Enhanced Games" vilja sjá þar heimsmet í frjálsum íþróttum, sundi og kraftlyftingum.

„Enhanced Games eru framtíðin. Alvöru keppni, alvöru frelsi og alvöru met sem falla,“ sagði forsetasonurinn í yfirlýsingu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×