Leikurinn fer fram á Marbella á Spáni 13. mars næstkomandi þar sem norska félagið verður í æfingabúðum fyrir tímabilið.
Það er pláss í leikjadagskrá Crystal Palace þar sem færa þarf leik liðsins á móti Newcastle.
„Þetta er frábær leikur fyrir okkur og stór gulrót fyrir leikmenn okkar áður en tímabilið hefst á móti Kristiansund 30. mars,“ sagði Jörgen Björn, íþróttastjóri félagsins, á heimasíðu félagsins.
„Við höfum verið að tala við Palace í smá tíma. Ef Newcastle myndi slá Arsenal út úr enska deildabikarnum þá vissi Palace af því að leik þeirra við Newcastle yrði frestað. Þá vildu þeir fara til Marbella og spila við okkur. Newcastle vann þennan leik og þess vegna verður af þessum leik,“ sagði Björn.
Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson spila báðir með HamKam.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Palace menn horfa til Noregs í leit að æfingarleik því í mars í fyrra spilaði liðið við Bodö/Glimt.
„Þetta verður frábært próf fyrir okkur á móti topp alþjóðlegu liði. Þetta er lið sem spilar í einni bestu deild í heimi og þetta próf ætti að nýtast okkur vel. Vonandi verður þetta einnig tækifæri fyrir okkar leikmenn að mæla sig við leikmenn á hæsta stigi,“ sagði Björn.
— HamKam (@HamKamFotball) February 19, 2025