Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2025 14:53 Þorramaturinn nýtur mikilla vinsælda ár hvert. Wikipedia Commons Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað. Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi. Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi.
Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira