Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 20:58 Tíu sveitar- og bæjarstjórar mótmæla lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Samsett Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. „Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira