Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2025 17:17 Friðjón hæðist að gremju Hrannars sem vísar grein Vals Grettissonar í Heimildinni á bug og gott betur. Og sakar hann um karlrembu. Hvað sem öðru líður er víst að hiti er tekinn að færast í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast nær settu marki. vísir/vilhelm Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skemmtir sér yfir því sem hann kallar samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn Arnarson. Hiti færist í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast fram. Friðjón situr hjá og getur ekki annað. Hrannar er eiginmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, var lengi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur og nú framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Grein Vals Grettissonar blaðmanns Heimildarinnar virðist hafa gert Hrannari einkar gramt í geði. Þar er fjallað um það þegar meirihlutinn í borginni sprakk. „Samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn“ Þetta hefur svo leitt til þess að fram fara meirihlutasamræður borgarstjórnarmeirihlutans milli þeirra Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Fulltrúar Samfylkingar, Samfylkingar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna sitja nú við og reyna að sauma saman meirihluta. Sigrún Einarsdóttir, sem aðstoðar oddvitana við meirihlutaviðræður, segir fréttastofu að ekki verði veitt viðtöl í dag. Hópurinn nýti tímann í dag í vinnu saman. „Ég fékk nokkuð kómíska sendingu áðan, skjáskot af samsæriskenningarranti eftir Hrannar Björn Arnarsson, sem eiginmanns starfandi oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Þar afhjúpar Hrannar karllæga sýn sína á stjórnmálin,” segir Friðjón á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu. Spunakarlarnir Friðjón, Einar og Valur Friðjón birtir skjáskot af færslu Hrannars þar sem Hrannar fer ófögrum orðum um skrif Vals, en hann segir Friðjón og Einar Þorsteinsson jafnframt hafa haldið um penna. Hrannar vitnar í svargrein við grein Vals eftir fjóra borgarfulltrúa Samfylkingarinnar þar sem segir: „Enginn fótur er fyrir því að oddviti Samfylkingarinnar hafi öskrað á oddvita Framsóknarflokksins á þessum lokaða fundi, eins og fullyrt er í grein Heimildarinnar. Furðu sætir að mark sé tekið á slíku slúðri í blaði sem vill láta taka sig alvarlega en lætur sér engu að síður sæma að birta langloku þar sem enginn viðmælandi er nefndur á nafn.“ Friðjón telur þessi skrif Hrannars benda til þess að hann telji karla véla um pólitíkina. „Við Einar Þorsteinsson og Valur Grettisson sitjum víst við spunavélar Heimildarinnar og hönnum söguna. Nú þekki ég ekki hvernig pólitíkin gengur fyrir sig í því hliðsetta flokksbroti Samfylkingarinnar Hrannar tilheyrir, en það er óvænt ef það er eftir allt saman karlarnir sem eru aðalleikarar en konurnar í aukahlutverkum,“ segir Friðjón. Hvað sem öðru líður eru þessar væringar til marks um að hiti sé nú tekinn að færast í meirihlutaviðræðurnar og virðist sá hiti vera á báða bóga. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. 27. maí 2018 18:33 Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. 17. febrúar 2025 18:31 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hrannar er eiginmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, var lengi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur og nú framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Grein Vals Grettissonar blaðmanns Heimildarinnar virðist hafa gert Hrannari einkar gramt í geði. Þar er fjallað um það þegar meirihlutinn í borginni sprakk. „Samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn“ Þetta hefur svo leitt til þess að fram fara meirihlutasamræður borgarstjórnarmeirihlutans milli þeirra Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Fulltrúar Samfylkingar, Samfylkingar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna sitja nú við og reyna að sauma saman meirihluta. Sigrún Einarsdóttir, sem aðstoðar oddvitana við meirihlutaviðræður, segir fréttastofu að ekki verði veitt viðtöl í dag. Hópurinn nýti tímann í dag í vinnu saman. „Ég fékk nokkuð kómíska sendingu áðan, skjáskot af samsæriskenningarranti eftir Hrannar Björn Arnarsson, sem eiginmanns starfandi oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Þar afhjúpar Hrannar karllæga sýn sína á stjórnmálin,” segir Friðjón á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu. Spunakarlarnir Friðjón, Einar og Valur Friðjón birtir skjáskot af færslu Hrannars þar sem Hrannar fer ófögrum orðum um skrif Vals, en hann segir Friðjón og Einar Þorsteinsson jafnframt hafa haldið um penna. Hrannar vitnar í svargrein við grein Vals eftir fjóra borgarfulltrúa Samfylkingarinnar þar sem segir: „Enginn fótur er fyrir því að oddviti Samfylkingarinnar hafi öskrað á oddvita Framsóknarflokksins á þessum lokaða fundi, eins og fullyrt er í grein Heimildarinnar. Furðu sætir að mark sé tekið á slíku slúðri í blaði sem vill láta taka sig alvarlega en lætur sér engu að síður sæma að birta langloku þar sem enginn viðmælandi er nefndur á nafn.“ Friðjón telur þessi skrif Hrannars benda til þess að hann telji karla véla um pólitíkina. „Við Einar Þorsteinsson og Valur Grettisson sitjum víst við spunavélar Heimildarinnar og hönnum söguna. Nú þekki ég ekki hvernig pólitíkin gengur fyrir sig í því hliðsetta flokksbroti Samfylkingarinnar Hrannar tilheyrir, en það er óvænt ef það er eftir allt saman karlarnir sem eru aðalleikarar en konurnar í aukahlutverkum,“ segir Friðjón. Hvað sem öðru líður eru þessar væringar til marks um að hiti sé nú tekinn að færast í meirihlutaviðræðurnar og virðist sá hiti vera á báða bóga.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. 27. maí 2018 18:33 Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. 17. febrúar 2025 18:31 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. 27. maí 2018 18:33
Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. 17. febrúar 2025 18:31
Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55