Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 10:54 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kauphöllin hefði athugunarmerkt Play vegna athugasemda endurskoðenda ársreiknings félagsins fyrir síðasta ár. Í ábendingunni segir að í skýrslu stjórnar sé þess getið að þróist aðstæður á verri veg, sé ekki hægt að útiloka að félagið styrki fjárhaginn með útgáfu hlutafjár eða öðrum hætti. Athugunarmerkingu Kauphallar er ætlað að gera markaðnum viðvart um að uppi séu sérstakar aðstæður varðandi útgefanda hlutabréfa eða hlutabréf hans, sem fjárfestar ættu að gefa sérstakan gaum. Kauphöllin brást við Í morgun birti Kauphöllin svo leiðréttingu á fyrri athugunarmerkingu til þess að koma í veg fyrir misskilning. „Nasdaq á Íslandi vill árétta að ekkert mat á rekstrarhæfni félagsins felst í athugunarmerkingunni. Henni er heldur ætlað að vekja athygli á athugasemdum endurskoðanda í ársreikningi þess.“ Markaðurinn líka Svo virðist sem einhverjum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir sáu fréttaflutning um athugunarmerkinguna. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 16,76 prósent og stendur nú í 0,77 krónum. Það er lægsta gengi bréfa félagsins frá upphafi. Föstudaginn 25. október síðastliðinn stóð gengið í 0,82 krónum. Gengið hefur hæst verið 29,2 krónur, þann 14. október árið 2021. Líkt og svo oft áður þegar miklar breytingar verða á gengi hlutabréfa Play er um örviðskipti að ræða. Heildarvelta með bréfin hefur aðeins verið fimm milljónir króna í dag, í 40 viðskiptum. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kauphöllin hefði athugunarmerkt Play vegna athugasemda endurskoðenda ársreiknings félagsins fyrir síðasta ár. Í ábendingunni segir að í skýrslu stjórnar sé þess getið að þróist aðstæður á verri veg, sé ekki hægt að útiloka að félagið styrki fjárhaginn með útgáfu hlutafjár eða öðrum hætti. Athugunarmerkingu Kauphallar er ætlað að gera markaðnum viðvart um að uppi séu sérstakar aðstæður varðandi útgefanda hlutabréfa eða hlutabréf hans, sem fjárfestar ættu að gefa sérstakan gaum. Kauphöllin brást við Í morgun birti Kauphöllin svo leiðréttingu á fyrri athugunarmerkingu til þess að koma í veg fyrir misskilning. „Nasdaq á Íslandi vill árétta að ekkert mat á rekstrarhæfni félagsins felst í athugunarmerkingunni. Henni er heldur ætlað að vekja athygli á athugasemdum endurskoðanda í ársreikningi þess.“ Markaðurinn líka Svo virðist sem einhverjum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir sáu fréttaflutning um athugunarmerkinguna. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 16,76 prósent og stendur nú í 0,77 krónum. Það er lægsta gengi bréfa félagsins frá upphafi. Föstudaginn 25. október síðastliðinn stóð gengið í 0,82 krónum. Gengið hefur hæst verið 29,2 krónur, þann 14. október árið 2021. Líkt og svo oft áður þegar miklar breytingar verða á gengi hlutabréfa Play er um örviðskipti að ræða. Heildarvelta með bréfin hefur aðeins verið fimm milljónir króna í dag, í 40 viðskiptum.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59
Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04