Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar 20. febrúar 2025 13:03 Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar. Stækkum kökuna til að standa undir aukinni velferð Það var því ánægjulegt að heyra nýbakaðan umhverfisráðherra lýsa því yfir með tilþrifum í beinni útsendingu á dögunum, að markmið nýrrar ríkisstjórnar væri að tryggja verðmætasköpun og stækka kökuna til þess að standa undir velferðinni í landinu. Þarna erum við að dansa! Leyfum atvinnulífinu að blómstra enda er það svo að þegar vel gengur í atvinnulífinu, skilar það sér umsvifalaust í ríkulegu tekjustreymi til hins opinbera. En sporin hræða, því miður. Aðgerðir séu í takt við yfirlýsingar Við höfum heyrt svona fallegar yfirlýsingar ótal sinnum áður. Oftast hafa þær reynst orðin tóm og við fengið yfir okkur úrval sértækra skatta síðustu ár eða hækkanir á þeim sem fyrir voru - í algjöru tillits- og ábyrgðarleysi gagnvart greininni. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti á síðasta ári, hækkun þess sama skatts í skjóli nætur og innleiðingu innviðagjalds á skemmtiferðaskipin núna um síðustu áramót. Innviðagjaldið hefur valdið miklum usla rétt eins og tvöföldun gistináttaskattsins. Síðan er yfirvofandi innleiðing kílómetragjalda á bílaleigubíla og hópferðabíla. Í því samhengi er það skýlaus krafa greinarinnar að sú innleiðing verði gerð í samvinnu við bílaleigurnar og ferðaþjónustuna alla og með eðlilegum aðlögunartíma fyrir fyrirtæki með þúsundir ökutækja á forræði sínu. Á meðan á þessu öllu hefur gengið, hefur farið af stað stjórnlaus innheimta á allskonar aðstöðugjöldum og bílastæðagjöldum við náttúruperlur um land allt bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Aukin óvissa í boði stjórnvalda Ný ríkisstjórn segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Þar segir líka að vinsælustu ferðamannastaðir landsins séu í eigu þjóðarinnar og að ríkisstjórnin hyggist taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að vinsælustu áfangastöðum landsins. Á meðan þessi óljósa og að því er virðist ómarkvissa aðgerð er í smíðum, verði sett á komugjöld á ferðamenn. Við fögnum því að stuðla eigi að verðmætasköpun í greininni. Þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Það verður aftur á móti ekki gert með nýjum sköttum og gjöldum enda skapa nýjar álögur ekki ný verðmæti. Þá er það svo að stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér verulega aukna óvissu sem kemur niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem hvorki er vitað hvenær boðuð auðlindagjöld eigi að taka gildi né með hvaða hætti þau eiga að vera. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi ferðaþjónustunni fyrirsjáanleika í þessum efnum sem allra fyrst, hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, kílómetragjöld eða önnur gjöld. Mikilvægt að draga ekki úr samkeppnishæfni Við erum að sjálfsögðu tilbúin að setjast niður með stjórnvöldum og ræða þætti þessarar stefnuyfirlýsingar. Markmiðið þarf þó augljóslega að vera að allar þær breytingar sem kunna að verða á gjaldtöku af ferðamönnum, dragi ekki úr samkeppnishæfni landsins og þar með verðmætasköpun sem myndi þegar upp er staðið bitna á okkur öllum. Það er ljóst að íslensk ferðaþjónusta heldur uppi mikilvægum kerfum og innviðum í okkar samfélagi, og skilar gríðarlegum verðmætum í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga á hverju ári, líkt og sjá má meðal annars á skattspori hennar sem var 184 milljarðar króna árið 2023. Við verðum að standa vörð um og tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, enda er hún meginforsenda sjálfbærrar framtíðar greinarinnar og þar með áframhaldandi tekjustreymis í opinbera sjóði. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar. Stækkum kökuna til að standa undir aukinni velferð Það var því ánægjulegt að heyra nýbakaðan umhverfisráðherra lýsa því yfir með tilþrifum í beinni útsendingu á dögunum, að markmið nýrrar ríkisstjórnar væri að tryggja verðmætasköpun og stækka kökuna til þess að standa undir velferðinni í landinu. Þarna erum við að dansa! Leyfum atvinnulífinu að blómstra enda er það svo að þegar vel gengur í atvinnulífinu, skilar það sér umsvifalaust í ríkulegu tekjustreymi til hins opinbera. En sporin hræða, því miður. Aðgerðir séu í takt við yfirlýsingar Við höfum heyrt svona fallegar yfirlýsingar ótal sinnum áður. Oftast hafa þær reynst orðin tóm og við fengið yfir okkur úrval sértækra skatta síðustu ár eða hækkanir á þeim sem fyrir voru - í algjöru tillits- og ábyrgðarleysi gagnvart greininni. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti á síðasta ári, hækkun þess sama skatts í skjóli nætur og innleiðingu innviðagjalds á skemmtiferðaskipin núna um síðustu áramót. Innviðagjaldið hefur valdið miklum usla rétt eins og tvöföldun gistináttaskattsins. Síðan er yfirvofandi innleiðing kílómetragjalda á bílaleigubíla og hópferðabíla. Í því samhengi er það skýlaus krafa greinarinnar að sú innleiðing verði gerð í samvinnu við bílaleigurnar og ferðaþjónustuna alla og með eðlilegum aðlögunartíma fyrir fyrirtæki með þúsundir ökutækja á forræði sínu. Á meðan á þessu öllu hefur gengið, hefur farið af stað stjórnlaus innheimta á allskonar aðstöðugjöldum og bílastæðagjöldum við náttúruperlur um land allt bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Aukin óvissa í boði stjórnvalda Ný ríkisstjórn segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Þar segir líka að vinsælustu ferðamannastaðir landsins séu í eigu þjóðarinnar og að ríkisstjórnin hyggist taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að vinsælustu áfangastöðum landsins. Á meðan þessi óljósa og að því er virðist ómarkvissa aðgerð er í smíðum, verði sett á komugjöld á ferðamenn. Við fögnum því að stuðla eigi að verðmætasköpun í greininni. Þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Það verður aftur á móti ekki gert með nýjum sköttum og gjöldum enda skapa nýjar álögur ekki ný verðmæti. Þá er það svo að stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér verulega aukna óvissu sem kemur niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem hvorki er vitað hvenær boðuð auðlindagjöld eigi að taka gildi né með hvaða hætti þau eiga að vera. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi ferðaþjónustunni fyrirsjáanleika í þessum efnum sem allra fyrst, hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, kílómetragjöld eða önnur gjöld. Mikilvægt að draga ekki úr samkeppnishæfni Við erum að sjálfsögðu tilbúin að setjast niður með stjórnvöldum og ræða þætti þessarar stefnuyfirlýsingar. Markmiðið þarf þó augljóslega að vera að allar þær breytingar sem kunna að verða á gjaldtöku af ferðamönnum, dragi ekki úr samkeppnishæfni landsins og þar með verðmætasköpun sem myndi þegar upp er staðið bitna á okkur öllum. Það er ljóst að íslensk ferðaþjónusta heldur uppi mikilvægum kerfum og innviðum í okkar samfélagi, og skilar gríðarlegum verðmætum í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga á hverju ári, líkt og sjá má meðal annars á skattspori hennar sem var 184 milljarðar króna árið 2023. Við verðum að standa vörð um og tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, enda er hún meginforsenda sjálfbærrar framtíðar greinarinnar og þar með áframhaldandi tekjustreymis í opinbera sjóði. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun