Rómverjar og FCK sneru við dæminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2025 20:29 Dybala fór mikinn í liði Roma. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti