Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 12:02 Stuðningsfólk Galatasaray hefur sýnt fána á við þennan á hverjum einasta Evrópuleik liðsins í vetur. Þessi var sýndur á leik liðsins við Tottenham í nóvember. Elif Ozturk/Anadolu via Getty Images Sama hvað UEFA og aðrar alþjóðlegar fótboltastofnanir segja keppnir á þeirra vegum vera ópólitískan vettvang er raunin önnur. Það sýndi sig í Evrópuleikjum gærkvöldsins. Tyrknesk lið voru í eldlínunni í gær en Tyrkland er múslimaríki. Stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa ítrekað sýnt stuðning sinn við Palestínu í deilunni við Ísrael undanfarin ár. Stuðningsmenn Galatasaray, sem mætti AZ Alkmaar frá Hollandi í Istanbúl í gærkvöld, brugðu ekki út af vananum. Þeir heiðruðu stuðningsfólk Celtic í Skotlandi og þökkuðu fyrir stuðning þess við Palestínu. „Við þökkum stuðningsfólki Celtic fyrir þeirra óbilandi stuðning við Palestínu“ segir á borðanum sem stuðningsmenn Galatasaray sýndu á leiknum við AZ Alkmaar í gærkvöld.Skjáskot Aðdáendur Celtic hafa reglulega veifað palestínskum fánum og sýnt borða til að sýna stuðning. Oft á kostnað félagsins sem hefur þurft að greiða marga sektina til UEFA vegna pólitískra skilaboða, sem samkvæmt alþjóðasambandinu eiga ekki heima á fótboltavelli. Annað tyrkneskt lið, Fenebahce, grannlið Galatasaray í Istanbúl, átti útileik við belgíska liðið Anderlecht í Brussel. Svokallaðir stuðningsmenn belgíska liðsins sýndu af sér skammarlega hegðun með ítrekuðu kynþáttaníði í garð leikmanna Fenebahce. 🚨 Belçikalı taraftarların ırkçı tavırları sonrasında çıkan olaylar! pic.twitter.com/Hpx5KkZvZu— SPOR (@yenisafakspor) February 20, 2025 Gott sem upp úr sauð á tímabili þegar leikmenn beggja liða sögðu stuðningsmönnunum að hætta níðinu. Einhverjir í stúkunni sáust þá setja höndina upp að nasistasið. Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum. Búast má við að UEFA sekti bæði Galatasaray og Anderlecht vegna uppákomanna. Báðum ofannefndum leikjum lauk með 2-2 jafntefli. AZ Alkmaar fór áfram eftir 4-1 sigur í Hollandi, samanlagt 6-3. Fenerbahce fór þá áfram, eftir samanlagðan 5-2 sigur á Anderlecht. Evrópudeild UEFA UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Fótbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Tyrknesk lið voru í eldlínunni í gær en Tyrkland er múslimaríki. Stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa ítrekað sýnt stuðning sinn við Palestínu í deilunni við Ísrael undanfarin ár. Stuðningsmenn Galatasaray, sem mætti AZ Alkmaar frá Hollandi í Istanbúl í gærkvöld, brugðu ekki út af vananum. Þeir heiðruðu stuðningsfólk Celtic í Skotlandi og þökkuðu fyrir stuðning þess við Palestínu. „Við þökkum stuðningsfólki Celtic fyrir þeirra óbilandi stuðning við Palestínu“ segir á borðanum sem stuðningsmenn Galatasaray sýndu á leiknum við AZ Alkmaar í gærkvöld.Skjáskot Aðdáendur Celtic hafa reglulega veifað palestínskum fánum og sýnt borða til að sýna stuðning. Oft á kostnað félagsins sem hefur þurft að greiða marga sektina til UEFA vegna pólitískra skilaboða, sem samkvæmt alþjóðasambandinu eiga ekki heima á fótboltavelli. Annað tyrkneskt lið, Fenebahce, grannlið Galatasaray í Istanbúl, átti útileik við belgíska liðið Anderlecht í Brussel. Svokallaðir stuðningsmenn belgíska liðsins sýndu af sér skammarlega hegðun með ítrekuðu kynþáttaníði í garð leikmanna Fenebahce. 🚨 Belçikalı taraftarların ırkçı tavırları sonrasında çıkan olaylar! pic.twitter.com/Hpx5KkZvZu— SPOR (@yenisafakspor) February 20, 2025 Gott sem upp úr sauð á tímabili þegar leikmenn beggja liða sögðu stuðningsmönnunum að hætta níðinu. Einhverjir í stúkunni sáust þá setja höndina upp að nasistasið. Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum. Búast má við að UEFA sekti bæði Galatasaray og Anderlecht vegna uppákomanna. Báðum ofannefndum leikjum lauk með 2-2 jafntefli. AZ Alkmaar fór áfram eftir 4-1 sigur í Hollandi, samanlagt 6-3. Fenerbahce fór þá áfram, eftir samanlagðan 5-2 sigur á Anderlecht.
Evrópudeild UEFA UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Fótbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira