Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2025 10:10 Síðasta myndin um James Bond var sýnd árið 2021 og var það síðasta mynd Daniel Craig í hlutverkinu. Deilur milli Amazon og Broccoli fjölskyldunnar hafa komið niður á tilraunum til að framleiða nýja kvikmynd. AP/Michael Sohn Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds. Forsvarsmenn Amazon, sem er í eigu auðjöfursins Jeffs Bezos, keyptu kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM dýrum dómi árið 2022 og fylgdi með sýningarrétturinn á kvikmyndum um James Bond. Broccoli fjölskyldan stýrði þó áfram sögunum um Bond í gegnum framleiðslufélagið Eon. Sjá einnig: Amazon kaupir MGM og James Bond Barbara Broccoli erfði Bond-ólina, ef svo má segja, af Albert föður sínum en hann hafði þá í um þrjá áratugi stýrt því hvenær framleiðsla á nýrri mynd um Bond gat hafist. Broccoli og stjúpbróðir hennar, Wilson Michael Wilson, hafa haldið saman í ólina undanfarin ár en Barbara hefur tekið frekar við stjórninni að undanförnu en Wilson er 82 ára gamall og hún 64 ára. Síðan kaupin gengu í gegn og Amazon MGM Studios var stofnað hafa stjórnendur fyrirtækisins deilt við Broccoli fjölskylduna ogo þá sérstaklega Barböru um ýmis verkefni í söguheimi Bonds. Hún hefur í raun stýrt handriti mynda um Bond, ráðningu leikara og öðrum mikilvægum liðum. Broccoli hefur haft stjórn á því hver fær að leika Bond næst. Broccoli hefur lýst forsvarsmönnum Amazon sem fávitum og hefur ekki treyst þeim til að gera Bond nægilega góð skil. Variety sagði frá því í gær að bæði Broccoli og Wilson hefðu ákveðið að stíga til hliðar og Bond-ólin yrði færð í hendur stjórnenda Amazon, eftir að þau náðu samkomulagi sín á milli. Ekki hefur komið í ljós hvað samkomulagið felur í sér. Í yfirlýsingu frá þeim segja þau Broccoli og Wilson að Amazon sé treystandi fyrir njósnaranum og að þau muni nú snúa sér að öðrum verkefnum. Síðasta kvikmyndin um Bond var No Time to Die og kom hún út árið 2021. Það var síðasta myndin með Daniel Craig í hlutverki njósnarans en ekkert virðist hafa gengið að finna nýjan leikara í hlutverkið og hafa engar upplýsingar um nýja mynd litið dagsins ljós síðan. Bíó og sjónvarp James Bond Amazon Hollywood Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Forsvarsmenn Amazon, sem er í eigu auðjöfursins Jeffs Bezos, keyptu kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM dýrum dómi árið 2022 og fylgdi með sýningarrétturinn á kvikmyndum um James Bond. Broccoli fjölskyldan stýrði þó áfram sögunum um Bond í gegnum framleiðslufélagið Eon. Sjá einnig: Amazon kaupir MGM og James Bond Barbara Broccoli erfði Bond-ólina, ef svo má segja, af Albert föður sínum en hann hafði þá í um þrjá áratugi stýrt því hvenær framleiðsla á nýrri mynd um Bond gat hafist. Broccoli og stjúpbróðir hennar, Wilson Michael Wilson, hafa haldið saman í ólina undanfarin ár en Barbara hefur tekið frekar við stjórninni að undanförnu en Wilson er 82 ára gamall og hún 64 ára. Síðan kaupin gengu í gegn og Amazon MGM Studios var stofnað hafa stjórnendur fyrirtækisins deilt við Broccoli fjölskylduna ogo þá sérstaklega Barböru um ýmis verkefni í söguheimi Bonds. Hún hefur í raun stýrt handriti mynda um Bond, ráðningu leikara og öðrum mikilvægum liðum. Broccoli hefur haft stjórn á því hver fær að leika Bond næst. Broccoli hefur lýst forsvarsmönnum Amazon sem fávitum og hefur ekki treyst þeim til að gera Bond nægilega góð skil. Variety sagði frá því í gær að bæði Broccoli og Wilson hefðu ákveðið að stíga til hliðar og Bond-ólin yrði færð í hendur stjórnenda Amazon, eftir að þau náðu samkomulagi sín á milli. Ekki hefur komið í ljós hvað samkomulagið felur í sér. Í yfirlýsingu frá þeim segja þau Broccoli og Wilson að Amazon sé treystandi fyrir njósnaranum og að þau muni nú snúa sér að öðrum verkefnum. Síðasta kvikmyndin um Bond var No Time to Die og kom hún út árið 2021. Það var síðasta myndin með Daniel Craig í hlutverki njósnarans en ekkert virðist hafa gengið að finna nýjan leikara í hlutverkið og hafa engar upplýsingar um nýja mynd litið dagsins ljós síðan.
Bíó og sjónvarp James Bond Amazon Hollywood Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira