Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 13:31 Reyn segir tilskipanir Trumps hafa vakið ugg hjá mörgu hinsegin fólki. Vísir/Getty Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum. Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17