Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 12:47 Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Heilbrigðismál Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun