Fótbolti

Orri mætir Manchester United í Evrópu­deildinni

Aron Guðmundsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk Real Sociedad gegn PAOK í gærkvöld.
Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk Real Sociedad gegn PAOK í gærkvöld. Getty/Cesar Ortiz Gonzalez

Dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta rétt í þessu. Real Sociedad, með íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í fararbroddi, mun þurfa að leggja Rauðu djöflana í Manchester United af velli til að komast áfram í átta liða úrslitin.

Orri skoraði eitt marka Sociedad í 5-2 sigri gegn Midtjylland í gær. Spænska liðið vann einvígið nokkuð auðveldlega og í dag varð ljóst að liðið mætir Manchester United í tveggja leikja einvígi í sextán liða úrslitunum, fyrri leikur liðanna fer fram á Spáni, sá seinni á Old Trafford í Manchesterborg.

Orri hefur ekki farið leynt með það í gegnum tíðina að hans lið í enska boltanum sé og hafi verið Manchester United. Það verður því óneitanlega sérstakt fyrir hann að fara í Leikhús draumanna og mæta sínu liði.

Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Orri mætir Manchester United. Það gerði hann einnig sem leikmaður FC Kaupmannahafnar í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili

Aðrir leikir sextán liða úrslitanna eru eftirfarandi:

Viktoria Plzen – Lazio

Bodo/Glimt – Olympiacos

Ajax – Frankfurt

AZ Alkmaar – Tottenham

FCSB – Lyon

Fenerbache – Rangers

Roma – Athletic Club




Fleiri fréttir

Sjá meira


×