Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 15:01 Taska sem innihélt skotvopn fannst á syllu á þaki Laugalækjarskóla fyrir rúmri viku. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu. Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin. Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin.
Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53