Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 22:45 Ísak Steinsson varði mark Íslands á EM U20-landsliða síðasta sumar, þegar liðið endaði í 7. sæti. HSÍ Ísak Steinsson virðist á réttri leið með að verða framtíðarmarkvörður fyrir íslenska A-landsliðið í handbolta. Hann hefði allt eins getað valið norska landsliðið en vildi feta í fótspor afa síns og heillaðist auk þess af handboltafárinu sem skapast á Íslandi í kringum stórmót. Ísak er tvítugur og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Ísak hefur í vetur staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í norsku úrvalsdeildinni, með Drammen sem er í 5. sæti, og bankar sífellt fastar á dyrnar að A-landsliði Íslands. Hann var til að mynda einn af fimm markvörðum sem Snorri Steinn Guðjónsson setti á 35 manna listann fyrir HM í janúar – listann yfir þá sem hefðu mátt spila fyrir Ísland á mótinu. Þá gæti hann fengið tækifæri í komandi leikjum við Grikkland í mars. Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra.HSÍ Í viðtali við Handball.no var Ísak spurður út í það af hverju hann hefði ákveðið að velja íslensk landslið fram yfir þau norsku, þrátt fyrir að búa í Noregi. Svalt að feta í fótspor afa „Það eru fleiri en ein ástæða fyrir því. Þegar ég var á fyrsta ári í framhaldsskóla kom ég á sama tíma inn í bæði landsliðin. Ég ræddi við foreldra mína um hvað ég ætti að velja. Mamma er íslensk en pabbi norskur. Það var eiginlega engin skýr ástæða fyrir því að ég valdi Ísland en handboltinn er stór þar. Þegar það er stórmót í gangi þá missir enginn Íslendingur af því,“ sagði Ísak og bætti við: „Þar að auki átti ég afa, Sigurgeir Sigurðsson, sem stóð í markinu hjá íslenska landsliðinu. Það var svolítið svalt að geta fetað í hans fótspor.“ Sigurgeir varð á sínum tíma til að mynda Íslandsmeistari með Víkingi og lék einnig með Haukum sem og íslenska landsliðinu. Það gæti verið að strax í næsta mánuði afreki Ísak það að verða einnig einn af A-landsliðsstrákunum okkar: „Ég hef æft með íslenska landsliðinu tvisvar eða þrisvar sinnum og það var virkilega spennandi. Ég er búinn að fá einhverjar vísbendingar um að ég gæti verið valinn í leikina í undankeppni EM í mars,“ sagði Ísak. Ísak Steinsson gæti brátt spilað sinn fyrsta A-landsleik, miðað við orð hans í viðtalinu.HSÍ Þjálfarinn Kristian Kjelling fékk hann til Drammen eftir að hafa fylgst með honum síðustu ár. „Hann lokaði markinu í inntökuprófinu fyrir Toppíþróttaskólann (á norsku: Toppidrettsgymnaset). Þá sagði ég við pabba hans: Við tölum saman eftir nokkur ár,“ sagði Kjelling við Handball.no og var einnig spurður hvað gerði Ísak svona góðan: „Ísak leggur sig allan í þetta og er auðmjúkur. Hann lætur öskrin í mér ekki trufla sig og er leikmaður sem ég hef mikla trú á.“ Landslið karla í handbolta Norski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira
Ísak er tvítugur og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Ísak hefur í vetur staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í norsku úrvalsdeildinni, með Drammen sem er í 5. sæti, og bankar sífellt fastar á dyrnar að A-landsliði Íslands. Hann var til að mynda einn af fimm markvörðum sem Snorri Steinn Guðjónsson setti á 35 manna listann fyrir HM í janúar – listann yfir þá sem hefðu mátt spila fyrir Ísland á mótinu. Þá gæti hann fengið tækifæri í komandi leikjum við Grikkland í mars. Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra.HSÍ Í viðtali við Handball.no var Ísak spurður út í það af hverju hann hefði ákveðið að velja íslensk landslið fram yfir þau norsku, þrátt fyrir að búa í Noregi. Svalt að feta í fótspor afa „Það eru fleiri en ein ástæða fyrir því. Þegar ég var á fyrsta ári í framhaldsskóla kom ég á sama tíma inn í bæði landsliðin. Ég ræddi við foreldra mína um hvað ég ætti að velja. Mamma er íslensk en pabbi norskur. Það var eiginlega engin skýr ástæða fyrir því að ég valdi Ísland en handboltinn er stór þar. Þegar það er stórmót í gangi þá missir enginn Íslendingur af því,“ sagði Ísak og bætti við: „Þar að auki átti ég afa, Sigurgeir Sigurðsson, sem stóð í markinu hjá íslenska landsliðinu. Það var svolítið svalt að geta fetað í hans fótspor.“ Sigurgeir varð á sínum tíma til að mynda Íslandsmeistari með Víkingi og lék einnig með Haukum sem og íslenska landsliðinu. Það gæti verið að strax í næsta mánuði afreki Ísak það að verða einnig einn af A-landsliðsstrákunum okkar: „Ég hef æft með íslenska landsliðinu tvisvar eða þrisvar sinnum og það var virkilega spennandi. Ég er búinn að fá einhverjar vísbendingar um að ég gæti verið valinn í leikina í undankeppni EM í mars,“ sagði Ísak. Ísak Steinsson gæti brátt spilað sinn fyrsta A-landsleik, miðað við orð hans í viðtalinu.HSÍ Þjálfarinn Kristian Kjelling fékk hann til Drammen eftir að hafa fylgst með honum síðustu ár. „Hann lokaði markinu í inntökuprófinu fyrir Toppíþróttaskólann (á norsku: Toppidrettsgymnaset). Þá sagði ég við pabba hans: Við tölum saman eftir nokkur ár,“ sagði Kjelling við Handball.no og var einnig spurður hvað gerði Ísak svona góðan: „Ísak leggur sig allan í þetta og er auðmjúkur. Hann lætur öskrin í mér ekki trufla sig og er leikmaður sem ég hef mikla trú á.“
Landslið karla í handbolta Norski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira