„Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 10:01 Feðgarnir Sigursteinn Arndal og Brynjar Narfi Arndal sjást hér saman í Kaplakrikanum þar sem þeir hafa eytt svo miklum tíma saman. Vísir/Ívar Hann varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að stíga á parketið í efstu deild í handbolta. Brynjar Narfi Arndal er aðeins fjórtán ára og stefnir alla leið í sportinu. Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. FH Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
FH Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira