Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 17:01 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst. „Ég óska nýjum meirihluta borgarstjórnar góðs gengis og vona að þær vinni borgarbúum gagn næstu mánuði,“ sagði Hildur í færslu á samfélagsmiðlum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins var kynntur í gær á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flokkarnir kynntu málefnasamninginn „samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík.“ Engin áform um heilbrigðan húsnæðismarkað Hildur segir að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum snúi eingöngu að uppbyggingu á óhagnaðardrifnu og félagslegu húsnæði - og hjólhýsabyggð. „Engin áform um að byggja hér heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir meginþorra fólks - sem ekki þarf niðurgreitt húsnæði.“ „Eina mælanlega markmið sáttmálans er uppbygging 10.000 óhagnaðardrifinna íbúða í Úlfarsárdal í samvinnu við verkalýðsfélögin - en aðspurðar segja þær uppbygginguna geta tekið allt að 40 ár!“ Þá leggist meirihlutinn gegn leikskólum á vinnustöðum foreldra og tryggi þannig að biðlistar eftir plássum styttist ekki. Áherslur í samgöngumálum séu samhengislausar og ótímasettar, ljóst sé að áfram muni ríkja ófremdarástand í samgöngukerfi borgarinnar. „Þær segjast ætla að fara vel með opinbert fé en bera svo fram hverja útgjalda tillöguna á fætur annarri - eins og þá að koma upp 100 milljóna króna selalaug í Húsdýragarðinum!“ Hildur segir að borgin hefði þurft kraftmikinn og framkvæmdaglaðan meirihluta, sem láti ekki kreddur þvælast fyrir skynsemi og raunhæfum lausnum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var á svipuðu máli í gær. Hann segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga, en hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust á milli flokkanna fimm. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
„Ég óska nýjum meirihluta borgarstjórnar góðs gengis og vona að þær vinni borgarbúum gagn næstu mánuði,“ sagði Hildur í færslu á samfélagsmiðlum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins var kynntur í gær á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flokkarnir kynntu málefnasamninginn „samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík.“ Engin áform um heilbrigðan húsnæðismarkað Hildur segir að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum snúi eingöngu að uppbyggingu á óhagnaðardrifnu og félagslegu húsnæði - og hjólhýsabyggð. „Engin áform um að byggja hér heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir meginþorra fólks - sem ekki þarf niðurgreitt húsnæði.“ „Eina mælanlega markmið sáttmálans er uppbygging 10.000 óhagnaðardrifinna íbúða í Úlfarsárdal í samvinnu við verkalýðsfélögin - en aðspurðar segja þær uppbygginguna geta tekið allt að 40 ár!“ Þá leggist meirihlutinn gegn leikskólum á vinnustöðum foreldra og tryggi þannig að biðlistar eftir plássum styttist ekki. Áherslur í samgöngumálum séu samhengislausar og ótímasettar, ljóst sé að áfram muni ríkja ófremdarástand í samgöngukerfi borgarinnar. „Þær segjast ætla að fara vel með opinbert fé en bera svo fram hverja útgjalda tillöguna á fætur annarri - eins og þá að koma upp 100 milljóna króna selalaug í Húsdýragarðinum!“ Hildur segir að borgin hefði þurft kraftmikinn og framkvæmdaglaðan meirihluta, sem láti ekki kreddur þvælast fyrir skynsemi og raunhæfum lausnum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var á svipuðu máli í gær. Hann segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga, en hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust á milli flokkanna fimm.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira