Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun