Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 15:01 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Hlíðarfjallsvegi, sem liggur á milli Akureyrar og Hlíðarfjalls. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður. Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna. Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna.
Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira