Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 17:31 Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ingunn Björnsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun