Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun