Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 11:46 Til skoðunar er að smíða bekki og annað slíkt úr viðnum sem fellur til. vísir/sigurjón Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Næstu skref verða metin á næstu dögum og draga þarf fellda trjáboli og afsagaðar greinar út úr skóginum áður en hægt að huga að frekari trjáfellingum. „Það bíður náttúrulega forgangssvæði tvö og forgangssvæði þrjú en við bíðum leiðbeininga frá Samgöngustofu og tökum málið þaðan,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins. Um fimm hundruð tré innan rauða svæðisins hafa verið felld.vísir/Reykjavíkurborg Austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur nú verið lokuð í rúmar tvær vikur vegna trjágróðursins en samkvæmt tilskipun Samgöngustofu þar um átti að aflétta því þegar staðfest hafi verið að aðflugsleiðin sé án hindrana eða að Isavia viðurkenni mögulegar mildunarráðstafanir. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mun stofnunin byggja sína ákvörðun á áhættumati Isavia og athugun þeirra. Ekki fengust upplýsingar frá Isavia um hvort trjáfellingin sem þegar hefur verið ráðist í dugi til. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Starfsfólk Reykjavíkurborgar er að skoða hvernig nýta megi nýta viðinn sem fellur til. Unnið er að áætlunum um gerð rjóða og lagningu stíga á svæðinu. Hjalti býst við að viðurinn verði dreginn á svæði í nágrenni Öskjuhlíðar og geymdur þar til ákvörðun hefur verið tekið. Greinar verði sennilega kurlaðar. „Síðan bara vonandi verður hitt notað í að smíða bekki og áningastaði og annað slíkt. En við erum bara í miðri sundlaug að spá í þessa hluti,“ segir Hjalti. Fréttir af flugi Tré Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Næstu skref verða metin á næstu dögum og draga þarf fellda trjáboli og afsagaðar greinar út úr skóginum áður en hægt að huga að frekari trjáfellingum. „Það bíður náttúrulega forgangssvæði tvö og forgangssvæði þrjú en við bíðum leiðbeininga frá Samgöngustofu og tökum málið þaðan,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins. Um fimm hundruð tré innan rauða svæðisins hafa verið felld.vísir/Reykjavíkurborg Austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur nú verið lokuð í rúmar tvær vikur vegna trjágróðursins en samkvæmt tilskipun Samgöngustofu þar um átti að aflétta því þegar staðfest hafi verið að aðflugsleiðin sé án hindrana eða að Isavia viðurkenni mögulegar mildunarráðstafanir. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mun stofnunin byggja sína ákvörðun á áhættumati Isavia og athugun þeirra. Ekki fengust upplýsingar frá Isavia um hvort trjáfellingin sem þegar hefur verið ráðist í dugi til. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Starfsfólk Reykjavíkurborgar er að skoða hvernig nýta megi nýta viðinn sem fellur til. Unnið er að áætlunum um gerð rjóða og lagningu stíga á svæðinu. Hjalti býst við að viðurinn verði dreginn á svæði í nágrenni Öskjuhlíðar og geymdur þar til ákvörðun hefur verið tekið. Greinar verði sennilega kurlaðar. „Síðan bara vonandi verður hitt notað í að smíða bekki og áningastaði og annað slíkt. En við erum bara í miðri sundlaug að spá í þessa hluti,“ segir Hjalti.
Fréttir af flugi Tré Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira