Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 16:53 Guðmundur Árni er oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum. Kennarasamband Íslands samþykkti tillöguna en meirihluti stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað að hafna henni. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SÍS, hefur sagst hafa stutt tillögu sáttasemjara. Nú hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, samflokksmenn Heiðu Bjargar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningi er lýst yfir við afstöðu Heiðu Bjargar. Vilja að meirihlutinn geri grein fyrir afstöðu sinni Í yfirlýsingunni segir að að frumkvæði Samfylkingar verði staðan í kjaraviðræðum sveitarfélaga og kennara tekin til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. „Enda teljum við mikilvægt að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks upplýsi um afstöðu sína til fyrrnefndrar tillögu ríkissáttasemjara. Á fundinum mun jafnaðarfólk leggja fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn lýsi yfir fullum stuðningi við samþykkt innanhússtillögu Ríkissáttasemjara frá 20. febrúar sl. Í þessu samhengi er rétt að minna á það að leikskólakennarar í Hafnarfirði hafa samþykkt verkfall sem mun að óbreyttu hefjast 17. mars.“ Skoða þurfi að kljúfa Hafnarfjörð frá hinum Aðalatriðið á þessum tímapunkti sé að ná samningum við kennara, halda kennurum í starfi og stuðla að nýliðun fagfólks innan skólanna. Besta niðurstaðan sé að sjálfsögðu sú að samið verði með heildstæðum hætti hjá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en ef aðilar ná ekki saman þá komi það til álita að einstök sveitarfélög afturkalli umboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga til samningsgerðar við aðildarfélög KÍ. Lykilatriðið sé að ná samningum og nú þegar jafn lítið ber í milli samningsaðila og raun ber vitni, þá sé það ábyrgðarhluti að hafna innanhússtillögu ríkissáttasemjara því áframhaldandi deilur muni valda enn frekari skaða og rýra traust á milli samningsaðila sem sé nú þegar af skornum skammti. „Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sett hugsanlegan skammtíma pólitískan ávinning ofar lausn þessarar erfiðu og þungu kjaradeilu sem nú þegar hefur staðið alltof lengi og valdið ómældum skaða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra og kennara og annað starfsfólk skólanna. Það er ábyrgðarleysi af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að halda skólastarfi í landinu í gíslingu vegna pólitískra leikja af þeirra hálfu. Gera verður kröfu um að þeir sýni ábyrgð við þessar aðstæður og semji við lykilstarfsfólk sveitarfélaganna en afstaða margra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og talsmanna þeirra minnir óþægilega á harða andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir á síðasta ári.“ Komið að ögurstundu Loks segir að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi ítrekað óskað eftir umræðu og upplýsingum um stöðu kjaraviðræðnanna á vettvangi bæjarstjórnar og bæjarráðs en svörin og upplýsingarnar hafi verið af skornum skammti. Þar hafi Samfylkingin lýst yfir áhyggjum af stöðu viðræðnanna og hvatt samningsaðila til þess að ljúka þeim sem fyrst svo hægt verði að leggja nýjan kjarasamning fram til undirritunar og ljúka deilunni. „Nú er einfaldlega komið að ögurstundu og bæjar- og sveitarstjórnum ber að senda stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skýr skilaboð um að nú sé nóg komið og að semja verði við kennara vegna þess að staðan er með öllu óásættanleg fyrir skólastarf, nemendur og fjölskyldur þeirra, kennarar og annað starfsfólk skólanna. Ef ekki rætist úr stöðunni er ljóst að nauðsynlegt verður að grípa til sérstakra ráðstafana.“ Í því samhengi sé rétt að benda á þann valkost að Hafnarfjarðarbær kalli aftur samningsumboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga og semji þegar í stað við KÍ og kennara í skólum Hafnarfjarðar á grundvelli innanhússtillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar síðastliðnum. Undir yfirlýsinguna rita Guðmundur Árni Stefánsson, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargardótti og Stefán Már Gunnlaugsson. Samfylkingin Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Kennarasamband Íslands samþykkti tillöguna en meirihluti stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað að hafna henni. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SÍS, hefur sagst hafa stutt tillögu sáttasemjara. Nú hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, samflokksmenn Heiðu Bjargar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningi er lýst yfir við afstöðu Heiðu Bjargar. Vilja að meirihlutinn geri grein fyrir afstöðu sinni Í yfirlýsingunni segir að að frumkvæði Samfylkingar verði staðan í kjaraviðræðum sveitarfélaga og kennara tekin til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. „Enda teljum við mikilvægt að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks upplýsi um afstöðu sína til fyrrnefndrar tillögu ríkissáttasemjara. Á fundinum mun jafnaðarfólk leggja fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn lýsi yfir fullum stuðningi við samþykkt innanhússtillögu Ríkissáttasemjara frá 20. febrúar sl. Í þessu samhengi er rétt að minna á það að leikskólakennarar í Hafnarfirði hafa samþykkt verkfall sem mun að óbreyttu hefjast 17. mars.“ Skoða þurfi að kljúfa Hafnarfjörð frá hinum Aðalatriðið á þessum tímapunkti sé að ná samningum við kennara, halda kennurum í starfi og stuðla að nýliðun fagfólks innan skólanna. Besta niðurstaðan sé að sjálfsögðu sú að samið verði með heildstæðum hætti hjá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en ef aðilar ná ekki saman þá komi það til álita að einstök sveitarfélög afturkalli umboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga til samningsgerðar við aðildarfélög KÍ. Lykilatriðið sé að ná samningum og nú þegar jafn lítið ber í milli samningsaðila og raun ber vitni, þá sé það ábyrgðarhluti að hafna innanhússtillögu ríkissáttasemjara því áframhaldandi deilur muni valda enn frekari skaða og rýra traust á milli samningsaðila sem sé nú þegar af skornum skammti. „Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sett hugsanlegan skammtíma pólitískan ávinning ofar lausn þessarar erfiðu og þungu kjaradeilu sem nú þegar hefur staðið alltof lengi og valdið ómældum skaða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra og kennara og annað starfsfólk skólanna. Það er ábyrgðarleysi af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að halda skólastarfi í landinu í gíslingu vegna pólitískra leikja af þeirra hálfu. Gera verður kröfu um að þeir sýni ábyrgð við þessar aðstæður og semji við lykilstarfsfólk sveitarfélaganna en afstaða margra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og talsmanna þeirra minnir óþægilega á harða andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir á síðasta ári.“ Komið að ögurstundu Loks segir að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi ítrekað óskað eftir umræðu og upplýsingum um stöðu kjaraviðræðnanna á vettvangi bæjarstjórnar og bæjarráðs en svörin og upplýsingarnar hafi verið af skornum skammti. Þar hafi Samfylkingin lýst yfir áhyggjum af stöðu viðræðnanna og hvatt samningsaðila til þess að ljúka þeim sem fyrst svo hægt verði að leggja nýjan kjarasamning fram til undirritunar og ljúka deilunni. „Nú er einfaldlega komið að ögurstundu og bæjar- og sveitarstjórnum ber að senda stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skýr skilaboð um að nú sé nóg komið og að semja verði við kennara vegna þess að staðan er með öllu óásættanleg fyrir skólastarf, nemendur og fjölskyldur þeirra, kennarar og annað starfsfólk skólanna. Ef ekki rætist úr stöðunni er ljóst að nauðsynlegt verður að grípa til sérstakra ráðstafana.“ Í því samhengi sé rétt að benda á þann valkost að Hafnarfjarðarbær kalli aftur samningsumboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga og semji þegar í stað við KÍ og kennara í skólum Hafnarfjarðar á grundvelli innanhússtillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar síðastliðnum. Undir yfirlýsinguna rita Guðmundur Árni Stefánsson, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargardótti og Stefán Már Gunnlaugsson.
Samfylkingin Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira