Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 18:46 Pablo Longoria segir málið byggt á misskilningi, hann er spænskur en lét ummælin falla á frönsku. Claudio Lavenia - UEFA/UEFA via Getty Images Forseti franska félagsins Marseille, Pablo Longoira, hefur dregið ummæli, þar sem hann ásakaði dómarastéttina í Frakklandi um spillingu, til baka. Hann segist hafa misskilið merkingu orðsins „spilling“ og aldrei ætlað að gefa í skyn að dómarar þægju mútur. Longoria lét ummælin falla eftir 3-0 tap Marseille gegn Auxerre á laugardag þar sem leikmaður Marseille var rekinn af velli. „Þetta er spilling. Ég hef aldrei séð annað eins. Þið getið skrifað niður það sem ég segi: Pablo Longoria segir þetta vera spillingu. Það er búið að skipuleggja þetta allt. Þetta er planað bak við tjöldin. Þetta er ömurlegt mót. Ef Marseille fær boð um að keppa í Ofurdeildinni munum við samþykkja það strax,“ sagði Longoria. Derek Cornelius, varnarmaður Marseille, fékk tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt.getty Ummælin hlutu mikla gagnrýni og nú í dag greindi dómarasambandið í Frakklandi frá því að það myndi lögsækja Longoria. Sökum þess að ummælin væru skaðleg gagnvart stéttinni og ýttu undir áreiti og ofbeldi í garð dómara. Longoria brást við og dró ummælin til baka í yfirlýsingu sem AFP birti. „Fólk hefur útskýrt fyrir mér hvað spilling þýðir í Frakklandi, á Spáni hefur það víðtækari merkingu. Ég ætlaði aldrei að gefa í skyn að peningar hafi skipst höndum, það myndi ég aldrei gera. Ég tek það því skýrt fram hér, það er engin spilling í frönskum fótbolta,“ sagði hann meðal annars. Longoria benti þó á að margt mætti betur fara í ákvörðunum dómara og sagði að margar ákvarðanir hafi fallið gegn Marseille á tímabilinu. Hann er ekki sá eini þeirrar skoðunar því í síðasta mánuði var Mehdi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille, dæmdur í þriggja mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir bikartap gegn Lille. Franski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Longoria lét ummælin falla eftir 3-0 tap Marseille gegn Auxerre á laugardag þar sem leikmaður Marseille var rekinn af velli. „Þetta er spilling. Ég hef aldrei séð annað eins. Þið getið skrifað niður það sem ég segi: Pablo Longoria segir þetta vera spillingu. Það er búið að skipuleggja þetta allt. Þetta er planað bak við tjöldin. Þetta er ömurlegt mót. Ef Marseille fær boð um að keppa í Ofurdeildinni munum við samþykkja það strax,“ sagði Longoria. Derek Cornelius, varnarmaður Marseille, fékk tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt.getty Ummælin hlutu mikla gagnrýni og nú í dag greindi dómarasambandið í Frakklandi frá því að það myndi lögsækja Longoria. Sökum þess að ummælin væru skaðleg gagnvart stéttinni og ýttu undir áreiti og ofbeldi í garð dómara. Longoria brást við og dró ummælin til baka í yfirlýsingu sem AFP birti. „Fólk hefur útskýrt fyrir mér hvað spilling þýðir í Frakklandi, á Spáni hefur það víðtækari merkingu. Ég ætlaði aldrei að gefa í skyn að peningar hafi skipst höndum, það myndi ég aldrei gera. Ég tek það því skýrt fram hér, það er engin spilling í frönskum fótbolta,“ sagði hann meðal annars. Longoria benti þó á að margt mætti betur fara í ákvörðunum dómara og sagði að margar ákvarðanir hafi fallið gegn Marseille á tímabilinu. Hann er ekki sá eini þeirrar skoðunar því í síðasta mánuði var Mehdi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille, dæmdur í þriggja mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir bikartap gegn Lille.
Franski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira