Karabatic-ballið alveg búið Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 15:31 Karabatic-bræðurnir hættu sem ríkjandi Evrópumeistarar því Frakkland vann Danmörku í úrslitaleik EM fyrir rúmu ári síðan. Getty/Lars Baron Síðustu tuttugu ár hefur Karabatic-nafnið verið áberandi í franska landsliðinu í handbolta en nú er þeim tíma lokið. Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Franski handboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra.
Franski handboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti