Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar 26. febrúar 2025 07:31 Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar