„Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Feðgarnir á góðri stundu eftir einn af sigrum Gunnars í UFC Vísir/Getty Hvar og hvenær sem Gunnar Nelson stígur inn í bardagabúrið er næsta víst að faðir hans sé þar í hans horni og segir bardagakappinn það ómetanlegt. Gunnar stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC sambandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkjamanninum Kevin Holland. Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og umboðsmaður Haraldur Dean Nelson sem hefur fylgt syni sínum í gegnum atvinnumannaferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bardaga sinn sem kveðjubardaga. Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lögleiðingu MMA hér á landi. Ykkar samband í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upplifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýrmætt, eitthvað sem verður dýrmætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu? „Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn umboðsmaður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér einhvern veginn inn í framhaldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglulega upp. Þetta er einhvern veginn ómetanlegt.“ Og þessi vegferð ykkar kjarnast svo einhvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni. „Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem framkvæmdarstjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Íslandi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“ Gunnar Nelson mætir Kevin Holland á bardagakvöldi UFC í London þann 22.mars næstkomandi. MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Gunnar stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC sambandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkjamanninum Kevin Holland. Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og umboðsmaður Haraldur Dean Nelson sem hefur fylgt syni sínum í gegnum atvinnumannaferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bardaga sinn sem kveðjubardaga. Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lögleiðingu MMA hér á landi. Ykkar samband í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upplifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýrmætt, eitthvað sem verður dýrmætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu? „Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn umboðsmaður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér einhvern veginn inn í framhaldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglulega upp. Þetta er einhvern veginn ómetanlegt.“ Og þessi vegferð ykkar kjarnast svo einhvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni. „Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem framkvæmdarstjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Íslandi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“ Gunnar Nelson mætir Kevin Holland á bardagakvöldi UFC í London þann 22.mars næstkomandi.
MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira