Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:21 Á sama tíma og Trump hefur skorið upp herör gegn hælisleitendum vill hann selja 10 milljón búseturétti, sem geta svo leitt til ríkisborgararéttar, á fimm milljónir dala per haus. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greint frá fyrirætlunum um að taka upp „gullkort“ áþekkt hinu svokallaða „græna korti“, nema það verður selt auðjöfrum fyrir fimm milljónir dala. „Þeir verða auðugir og menn sem gengur vel og þeir munu eyða miklum peningum og greiða mikla skatta og ráða mikið af fólki í vinnu og við teljum að þetta muni heppnast afar vel,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær. Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði að „Trump Gold Card“, eins og hann kallaði það, myndi á næstu tveimur vikum koma í stað svokallaðrar EB-5 áritunar, sem hefur verið veitt fjárfestum sem fjárfesta að minnsta kosti milljón dala í fyrirtæki sem telur að minnsta kosti tíu starfsmenn. Lutnick sagði „svik og vitleysu“ hafa einkennt EB-5 áritanirnar, sem myndu heyra sögunni til með gullkortinu. Gullkortið mun, eins og græna kortið, veita mönnum búseturétt í Bandaríkjunum og greiða leið þeirra að ríkisborgararétti. Fjöldi ríkja í heiminum veitir fjárfestum sérstakar vegabréfsáritanir og/eða búseturétt. Takmörk hafa verið á því hversu margar Eb-5 áritanir hafa verið gefnar út en ekkert hefur verið rætt um slíkt í sambandi við gullkortið nýja. Trump gerði því reyndar skóna í gær að stjórnvöld gætu „selt“ tíu milljónir gullkorta til að greiða niður skuldir ríkisins. „Kannski verður þetta frábært,“ sagði hann. Gullkortið yrði að mörgu leyti eins og græna kortið en „fágaðra“. Það væri leið fyrir auðugt eða hæfileikaríkt fólk til að koma til landsins, það er að segja að fyrirtæki gætu greitt fyrir búseturétt fyrir „verðmæta“ starfsmenn sem þau vildu flytja til Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
„Þeir verða auðugir og menn sem gengur vel og þeir munu eyða miklum peningum og greiða mikla skatta og ráða mikið af fólki í vinnu og við teljum að þetta muni heppnast afar vel,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær. Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði að „Trump Gold Card“, eins og hann kallaði það, myndi á næstu tveimur vikum koma í stað svokallaðrar EB-5 áritunar, sem hefur verið veitt fjárfestum sem fjárfesta að minnsta kosti milljón dala í fyrirtæki sem telur að minnsta kosti tíu starfsmenn. Lutnick sagði „svik og vitleysu“ hafa einkennt EB-5 áritanirnar, sem myndu heyra sögunni til með gullkortinu. Gullkortið mun, eins og græna kortið, veita mönnum búseturétt í Bandaríkjunum og greiða leið þeirra að ríkisborgararétti. Fjöldi ríkja í heiminum veitir fjárfestum sérstakar vegabréfsáritanir og/eða búseturétt. Takmörk hafa verið á því hversu margar Eb-5 áritanir hafa verið gefnar út en ekkert hefur verið rætt um slíkt í sambandi við gullkortið nýja. Trump gerði því reyndar skóna í gær að stjórnvöld gætu „selt“ tíu milljónir gullkorta til að greiða niður skuldir ríkisins. „Kannski verður þetta frábært,“ sagði hann. Gullkortið yrði að mörgu leyti eins og græna kortið en „fágaðra“. Það væri leið fyrir auðugt eða hæfileikaríkt fólk til að koma til landsins, það er að segja að fyrirtæki gætu greitt fyrir búseturétt fyrir „verðmæta“ starfsmenn sem þau vildu flytja til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira