Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 12:16 Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Félagasamtök Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun