Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 13:52 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að bæta við nafninu Aftur. Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi. Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna. Mannanöfn Dómsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna.
Mannanöfn Dómsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira