Steinhissa en verður Dumbledore Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 15:32 John Lithgow mun fara með hlutverk eins frægasta skólameistara í heimi. EPA-EFE/NINA PROMMER Bandaríski leikarinn John Lithgow mun fara með hlutverk Albus Dumbledore í nýjum Harry Potter þáttum sem nú eru í bígerð. Hann segist hafa orðið steinhissa þegar framleiðendur þáttanna heyrðu í honum vegna hlutverksins. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska miðilsins Screenrant þar sem rætt er við leikarann. Eins og fram hefur komið hefur bandaríska sjónvarpsþáttaverið HBO nú splunkunýja þætti í bígerð sem byggðir verða á Harry Potter bókunum. Verða þættirnir sýndir á HBO Max streymisveitunni. Muni skilgreina síðasta kafla ævi hans Lithgow er fyrsti leikarinn sem staðfest hefur verið að muni leika í þáttunum og virðist vera sem enn hafi ekki verið ráðið í önnur hlutverk. Albus Dumbledore, skólameistari Hogwarts galdraskólans, var leikinn af Richard Harris í fyrstu tveimur myndunum um galdrastrákinn. Harris féll svo frá og tók Michael Gambon við keflinu í síðustu sex myndunum. „Ég kom algjörlega af fjöllum með þetta,“ hefur Screenrant eftir leikaranum. Hann segist hafa fengið símtal um málið þar sem hann var staddur á Sundance kvikmyndahátíðinni og segir ákvörðunina um að slá til ekki hafa verið einfalda. „Vegna þess að þetta mun skilgreina mig síðasta kafla ævi minnar, er ég hræddur um. En ég er mjög spenntur. Þetta er yndislegt fólk sem snýr athygli sinni nú aftur að Harry Potter. Þess vegna hefur þetta verið svona erfið ákvörðun. Ég verð um 87 ára gamall í síðasta partýinu, en ég hef sagt já.“ Fram kemur í umfjöllun miðilsins að tökur á þáttunum muni hefjast í sumar í stúdíói Warner Brothers í Bretlandi, hinu sama og kvikmyndirnar um galdrastrákinn voru teknar upp í. Þegar hefur verið gefið upp að stefnt sé að því að gera sjö seríur, eina seríu fyrir hverja Harry Potter bók. Lithgow er 79 ára gamall þegar þetta er skrifað og ljóst að honum hefur verið sagt að verkefnið sem um ræðir muni taka næstu átta ár. Hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að leika Breta en hann hefur meðal annars áður farið með hlutverk breska forsætisráðherrans Winston Churchill í Crown sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Richard Harris til vinstri og Michael Gambon til hægri í hlutverkum þeirra sem Dumbledore. Hollywood Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska miðilsins Screenrant þar sem rætt er við leikarann. Eins og fram hefur komið hefur bandaríska sjónvarpsþáttaverið HBO nú splunkunýja þætti í bígerð sem byggðir verða á Harry Potter bókunum. Verða þættirnir sýndir á HBO Max streymisveitunni. Muni skilgreina síðasta kafla ævi hans Lithgow er fyrsti leikarinn sem staðfest hefur verið að muni leika í þáttunum og virðist vera sem enn hafi ekki verið ráðið í önnur hlutverk. Albus Dumbledore, skólameistari Hogwarts galdraskólans, var leikinn af Richard Harris í fyrstu tveimur myndunum um galdrastrákinn. Harris féll svo frá og tók Michael Gambon við keflinu í síðustu sex myndunum. „Ég kom algjörlega af fjöllum með þetta,“ hefur Screenrant eftir leikaranum. Hann segist hafa fengið símtal um málið þar sem hann var staddur á Sundance kvikmyndahátíðinni og segir ákvörðunina um að slá til ekki hafa verið einfalda. „Vegna þess að þetta mun skilgreina mig síðasta kafla ævi minnar, er ég hræddur um. En ég er mjög spenntur. Þetta er yndislegt fólk sem snýr athygli sinni nú aftur að Harry Potter. Þess vegna hefur þetta verið svona erfið ákvörðun. Ég verð um 87 ára gamall í síðasta partýinu, en ég hef sagt já.“ Fram kemur í umfjöllun miðilsins að tökur á þáttunum muni hefjast í sumar í stúdíói Warner Brothers í Bretlandi, hinu sama og kvikmyndirnar um galdrastrákinn voru teknar upp í. Þegar hefur verið gefið upp að stefnt sé að því að gera sjö seríur, eina seríu fyrir hverja Harry Potter bók. Lithgow er 79 ára gamall þegar þetta er skrifað og ljóst að honum hefur verið sagt að verkefnið sem um ræðir muni taka næstu átta ár. Hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að leika Breta en hann hefur meðal annars áður farið með hlutverk breska forsætisráðherrans Winston Churchill í Crown sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Richard Harris til vinstri og Michael Gambon til hægri í hlutverkum þeirra sem Dumbledore.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira