Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 08:01 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun