Óbólusett barn lést vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 21:01 Frá Covenant barnasjúkrahúsinu í Lubbock Texas, þar sem umrætt barn dó. AP/Mary Conlon Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. Í heildina er vitað til þess að 124 hafi smitast í níu sýslum Texas. Þar að auki eru níu smitaðir af mislingum í Nýju Mexíkó, samkvæmt AP fréttaveitunni. Heilbrigðismálayfirvöld í Texas gáfu út í dag að barnið hefði verið flutt á sjúkrahús í síðustu viku en frekari upplýsingar hafa ekki borist. Faraldurinn í Texas er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráðuneytið væri að fylgjast með ástandinu, sem hann lýsti sem „ekki óeðlilegu“. Kennedy, sem hefur lengi dreift samsæriskenningum um bóluefni, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að nefnd myndi taka bólusetningar gegn mislingum og öðrum sjúkdómum til skoðunar. Hlutfall bólusettra barna hefur dregist saman í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Flest ríki eru komin undir 95 prósenta hlutafall barna á leikskólaaldri en það hlutfall er talið mikilvægt til að mynda hjarðofnæmi. AP segir þennan faraldur í Texas að mestu bundinn við samfélag strangtrúaðra mennoníta. Texas Tribune hefur eftir embættismönnum að margir hafi látið bólsetja sig á svæðinu þar sem faraldurinn geisar á undanförnum dögum. Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Sjá meira
Í heildina er vitað til þess að 124 hafi smitast í níu sýslum Texas. Þar að auki eru níu smitaðir af mislingum í Nýju Mexíkó, samkvæmt AP fréttaveitunni. Heilbrigðismálayfirvöld í Texas gáfu út í dag að barnið hefði verið flutt á sjúkrahús í síðustu viku en frekari upplýsingar hafa ekki borist. Faraldurinn í Texas er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráðuneytið væri að fylgjast með ástandinu, sem hann lýsti sem „ekki óeðlilegu“. Kennedy, sem hefur lengi dreift samsæriskenningum um bóluefni, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að nefnd myndi taka bólusetningar gegn mislingum og öðrum sjúkdómum til skoðunar. Hlutfall bólusettra barna hefur dregist saman í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Flest ríki eru komin undir 95 prósenta hlutafall barna á leikskólaaldri en það hlutfall er talið mikilvægt til að mynda hjarðofnæmi. AP segir þennan faraldur í Texas að mestu bundinn við samfélag strangtrúaðra mennoníta. Texas Tribune hefur eftir embættismönnum að margir hafi látið bólsetja sig á svæðinu þar sem faraldurinn geisar á undanförnum dögum.
Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Sjá meira
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30