Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 23:03 Aþena, lendingarfar Intuitive Machines, er tilbúið á skotpalli í Kennedy-miðstöðinni í Flórída. NASA Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld. Var það einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lenti fari á tunglinu. Það geimfar hét Ódysseifur en virkaði í einungis nokkra daga sökum þess að það lenti með um þrjátíu gráðu halla. Sjá einnig: Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Lendingarfarið sem sent verður af stað til tunglsins í kvöld, gangi allt eftir, ber nafnið Aþena. Ferðin til tunglsins mun taka um eina viku og stendur til að reyna að lenda því þar á fimmtudaginn í næstu viku. Aþena ber vísindabúnað sem nota á til að rannsaka yfirborð tunglsins og undirbúa mannaðar ferðir til tunglins. Bor verður notaður til að rannsaka tunglryk og hvort finna megi einhver efni i því, þar sem fari á að lenda á sléttu sem kallast Mons Mouton, nærri suðurpól tunglsins. The Moon is so close, we can taste it!New footage from @Firefly_Space shows their lunar lander's view from 60 miles (100 km) above the Moon. Blue Ghost will land at Mare Crisium, on the near side of the Moon, on March 2, no earlier than 3:34am ET (0834 UTC). pic.twitter.com/EBZyXHEerL— NASA Artemis (@NASAArtemis) February 26, 2025 Samferða Aþenu veðrur geimfarið Lunar Trailblazer frá NASA. Því geimfari er ætlað að fara á sporbraut um tunglið og á að nota það til að skrásetja ís á tunglinu. Slíkan ís má finna í gígum á tunglinu. Litlar líkur eru á því að veðrið muni koma niður á geimskotinu, sem á að eiga sér stað korter yfir tólf í nótt. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í apríl á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Upprunalega stóð til að senda geimfarana til tunglsins í nóvember en því var nýverið frestað. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað um mitt ári 2027. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Var það einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lenti fari á tunglinu. Það geimfar hét Ódysseifur en virkaði í einungis nokkra daga sökum þess að það lenti með um þrjátíu gráðu halla. Sjá einnig: Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Lendingarfarið sem sent verður af stað til tunglsins í kvöld, gangi allt eftir, ber nafnið Aþena. Ferðin til tunglsins mun taka um eina viku og stendur til að reyna að lenda því þar á fimmtudaginn í næstu viku. Aþena ber vísindabúnað sem nota á til að rannsaka yfirborð tunglsins og undirbúa mannaðar ferðir til tunglins. Bor verður notaður til að rannsaka tunglryk og hvort finna megi einhver efni i því, þar sem fari á að lenda á sléttu sem kallast Mons Mouton, nærri suðurpól tunglsins. The Moon is so close, we can taste it!New footage from @Firefly_Space shows their lunar lander's view from 60 miles (100 km) above the Moon. Blue Ghost will land at Mare Crisium, on the near side of the Moon, on March 2, no earlier than 3:34am ET (0834 UTC). pic.twitter.com/EBZyXHEerL— NASA Artemis (@NASAArtemis) February 26, 2025 Samferða Aþenu veðrur geimfarið Lunar Trailblazer frá NASA. Því geimfari er ætlað að fara á sporbraut um tunglið og á að nota það til að skrásetja ís á tunglinu. Slíkan ís má finna í gígum á tunglinu. Litlar líkur eru á því að veðrið muni koma niður á geimskotinu, sem á að eiga sér stað korter yfir tólf í nótt. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í apríl á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Upprunalega stóð til að senda geimfarana til tunglsins í nóvember en því var nýverið frestað. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað um mitt ári 2027.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira