Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 11:48 Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun