Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2025 10:02 Leikmennirnir sem enduðu í sætum 25-21. grafík/sara Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 25. Zoran Miljkovic Lið: ÍA, ÍBV Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1965 Íslandsmeistari: 1994, 1995, 1996, 1997, 1998 Bikarmeistari: 1996, 1998 Leikir: 88 Mörk: 0 Stoðsending: 1 Eftir tímabilið frábæra 1993 þurftu Skagamenn ekki einungis að finna sér nýjan þjálfara heldur einnig mann í vörnina í staðinn fyrir Luka Kostic sem hafði átt þrjú mögnuð ár á Akranesi. Og Luka benti sínum gömlu félögum á manninn sem gæti fyllt skarðið sem hann skildi eftir sig. Ég man bara eftir því í einum af fyrstu leikjunum hans að hann afgreiddi þá bara með olnboganum inni í teig. Þetta er svona óþverraskapur sem maður vill ekki sjá en viðgekkst þar sem hann spilaði í Júgóslavíu. Hann var náttúrulega alltaf með annað augað lokað og sagði bara: It happens eða eitthvað svona. En hann gjörsamlega geggjaður leikmaður. Svona lýsti Ólafur Þórðarson sínum gamla samherja í sjónvarpsþættinum Skaganum. Og það var engu logið að Zoran hafi verið geggjaður leikmaður auk þess að vera áhugaverður karakter, með alskeggið, sólgleraugun og í leðurjakkanum. Zoran Miljkovic hefur góðar gætur á Guðmundi Benediktssyni í úrslitaleik ÍA og KR um Íslandsmeistaratitilinn 1996.á sigurslóð Zoran varð Íslandsmeistari öll þrjú tímabilin sem hann lék með ÍA (1994-96), fór svo til ÍBV 1997 til að fylla skarð Hermanns Hreiðarssonar og varð tvívegis Íslandsmeistari með Eyjaliðinu og náði frábærlega saman með Hlyni Stefánssyni í miðri vörn ÍBV. Zoran vann einnig bikarinn í tvígang á tíma sínum á Íslandi. Á fimm og hálfu tímabili í efstu deild vann hann sex stóra titla. Það er ekki tilviljun. Hann er einn albesti erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi. Varnartölfræði liðanna hans Zorans var frábær. Hann lék 88 leiki í efstu deild. Í þeim fengu liðin hans aðeins á sig sjötíu mörk og héldu 41 sinnum hreinu. Ekki er annað hægt en að hneigja sig fyrir slíku. 24. Kristján Finnbogason Lið: ÍA, KR, Fylkir Staða: Markvörður Fæðingarár: 1971 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1999, 2000, 2002, 2003 Bikarmeistari: 1993, 1994, 1995, 1999 Leikir: 268 Haldið hreinu: 90 Stoðsendingar: 4 Tvisvar sinnum í liði ársins Á árunum 1992-2003 vann Kristján Finnbogason sex af tólf Íslandsmeistaratitlum sem í boði voru og fjóra af tólf bikarmeistaratitlum. Já, titlaskrá markvarðarins er ansi tilkomumikil. Kristján Finnbogason í glæsilegum markvarðabúningi.kr Félagaskiptagluggi ÍA fyrir tímabilið 1991 var afar vel heppnaður. Þá sótti Guðjón Þórðarson miðverðina Ólaf Adolfsson í Tindastól og Luca Kostic í Þór. Og til að standa milli stanganna fékk hann Kristján úr KR. Skagasöguna þekkja svo flestir. Þeir unnu næstefstu deild 1991, urðu Íslandsmeistarar sem nýliðar árið eftir og keyrðu svo yfir Ísland og Feyenoord 1993. Eftir það tímabil fór Kristján aftur heim í KR og tók stöðu Ólafs Gottskálkssonar í marki Vesturbæinga. Á fyrsta tímabilinu eftir endurkomuna í KR vann liðið bikarkeppnina undir stjórn Guðjóns; fyrsta stóra titil KR-inga í 26 ár. Annar bikarmeistaratitill fylgdi svo sumarið á eftir og Kristján hafði þá unnið fimm stóra titla á fjórum fyrstu árunum sínum sem aðalmarkvörður í efstu deild. Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn kom loks 1999 og urðu alls fjórir á fimm árum. Kristján var talsvert á undan sinni samtíð þegar kom að því hvernig hann spilaði markvarðastöðuna; hinn upprunalegi „sweeper keeper“ á Íslandi. Fínn í fótunum, sem nýttist vel á Íslandsmótinu innanhúss, og spilaði framar en tíðkaðist hjá markvörðunum á þeim tíma. Hann var líka sterkur í hinum hefðbundnari þáttum markvarðastöðunnar og hélt hreinu í 36 prósent leikja sem hann spilaði í efstu deild sem er afbragðs tölfræði. 23. Höskuldur Gunnlaugsson Lið: Breiðablik Staða: Hægri bakvörður/miðjumaður/kantmaður Fæðingarár: 1994 Íslandsmeistari: 2022, 2024 Leikir: 205 Mörk: 45 Stoðsendingar: 49 Leikmaður ársins: 2024 Fjórum sinnum í liði ársins Hvernig áttu að skilgreina Höskuld Gunnlaugsson sem leikmann? Líklega væri einhvers konar Total fótboltamaður nærri lagi. Hann hefur allavega spilað fullt af hlutverkum fyrir Breiðablik og blómstrað í þeim öllum. Höskuldur Gunnlaugsson ásamt Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, með verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn leikmaður ársins í fyrra. Þorvaldur fékk sjálfur þessi verðlaun 1989.vísir/vilhelm Höskuldur byrjaði á kantinum en þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðablik var hann færður í stöðu hægri bakvarðar. Höskuldur gerði samt annað og meira en að spila bakvörð. Hann leysti inn á miðju og mannaði í raun tvær stöður í einu. Höskuldur var stundum notaður á miðjunni og um mitt tímabil 2024, eftir að Breiðablik hafði leikið þrjá leiki í röð án þess að vinna, færði Halldór Árnason, eftirmaður Óskars, Höskuld á miðjuna fyrir fullt og fast. Og þá fóru Blikar á flug. Þeir unnu ellefu af síðustu þrettán leikjum sínum, gerðu tvö jafntefli og tryggðu sér titilinn með eftirminnilegum sigri í Víkinni í úrslitaleik í lokaumferðinni. Höskuldur fór mikinn á síðasta tímabili; skoraði níu mörk, þar af þrjú sigurmörk, og lagði upp sjö. Hann var auk þess andlegur leiðtogi Blikaliðsins og sjaldan hefur leikmaður átt jafn mikið skilið að vera valinn bestur í deildinni. Höskuldur er aðeins þrítugur, virðist eiga feykinóg eftir og ef svona listi verður gerður eftir áratug eða svo verður hann eflaust mun ofar á honum en hann er núna. 22. Alfreð Finnbogason Lið: Breiðablik Staða: Framherji Fæðingarár: 1989 Íslandsmeistari: 2010 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 43 Mörk: 28 Stoðsendingar: 12 Leikmaður ársins: 2010 Tvisvar sinnum í liði ársins Silfurskór: 2010 Bronsskór: 2009 Þetta eru bara heil tvö tímabil en þvílík tímabil sem Alfreð Finnbogason átti hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku. Alfreð Finnbogason lyftir Íslandsmeistarabikarnum eftir markalaust jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks í lokaumferðinni haustið 2010. Hann missti reyndar af leiknum vegna leikbanns.vísir/anton Breiðablik var með gríðarlega sterkt lið 2008 en olli miklum vonbrigðum og endaði í 8. sæti. Síðan kom hrun og þá þurfti að skera niður. Þá kom sér vel að vera með einhverja sterkustu árganga sem fram hafa komið á Íslandi (1989-90). Þessir strákar fengu lyklana að liði Breiðabliks og þurftu að gjöra svo vel að standa sig. Því fylgdu vaxtaverkir og Ólafur Kristjánsson var eflaust orðinn valtur í sessi um mitt sumar 2009. En Blikar urðu betri eftir því sem á tímabilið leið og unnu sinn fyrsta stóra titil í sögu félagsins. Íslandsmeistaratitilinn fylgdi svo árið á eftir. Enginn vafi var á því hver besti leikmaður Breiðabliks og besti leikmaður deildarinnar var á þessum tíma. Alfreð var ekki bara helsti markahrókur Blika heldur stýrði hann sóknarleik liðsins. Skorari og skapari í einum pakka. Hann skoraði 28 mörk og gaf tólf stoðsendingar í 43 leikjum í efstu deild og Blikasóknin hverfðist um hann. Eftirminnilegasta frammistaða Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks var líklega á KR-vellinum í 20. umferð 2010. Blikar unnu 1-3 sigur þar sem allir fremstu mennirnir, Alfreð, Kristinn Steindórsson og Haukur Baldvinsson skoruðu. Sá síðastnefndi skoraði fyrsta mark Breiðabliks eftir stórkostlega sókn. Alfreð fékk boltann á miðjunni, lék skemmtilega á tvo leikmenn KR og setti annan þeirra á afturendann, fann svo Kristin fyrir framan vítateiginn og hann stakk boltanum inn á Hauk sem skoraði. Þetta var frábært mark sem sýndi í hversu miklum takti Blikaliðið gekk; samhæfingu og skilningi sem varð eflaust til í gegnum tímann saman í yngri flokkunum. 21. Guðmundur Steinarsson Lið: Keflavík, Fram Staða: Framherji Fæðingarár: 1979 Bikarmeistari: 1997, 2004, 2006 Leikir: 255 Mörk: 81 Stoðsendingar: 61 Leikmaður ársins: 2008 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 2008 Silfurskór: 2000 Ef við ætlum að vera grimm átti Guðmundur Steinarsson bara tvö frábær tímabil í efstu deild, allavega þar sem hann fór yfir tíu mörkin. Annað þeirra var 2000 þar sem Keflavík endaði í 6. sæti en hitt, 2008, er eitt besta tímabil leikmanns í sögu efstu deildar. Guðmundur Steinarsson fann sig oft vel gegn KR. Hann skoraði tólf mörk gegn KR sem er það mesta sem hann gerði gegn liði í efstu deild á Íslandi.vísir/daníel Keflvíkingum var ekki spáð góðu gengi en mættu til leiks af krafti og unnu Íslandsmeistara Valsmanna, 5-3, í 1. umferð. Guðmundur skoraði tvö mörk í leiknum og gaf tóninn fyrir tímabilið. Hann var í dúndurformi og var algjörlega óstöðvandi í gríðarlega skemmtilegu og góðu Keflavíkurliði; líklega besta skyndisóknaliði sem hefur sést í efstu deild á síðustu árum. Ef vörnin hefði verið jafn góð og sóknin hefði Keflavík sennilega unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1973. En hann gekk Suðurnesjamönnum úr greipum. Guðmundur stóð uppi sem markakóngur með sextán mörk. Auk þess gaf hann níu stoðsendingar og kom því með beinum hætti að 25 mörkum í deildinni sem er einstök tölfræði. Alls skoraði Guðmundur 81 mark í efstu deild og er markahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur. Fallegasta markið hans, og eitt það flottasta sem hefur verið skorað í efstu deild, kom gegn KR í Keflavík 2001. Keflvíkingar fengu þá aukaspyrnu rúmlega þrjátíu metrum frá marki. Guðmundi var alveg sama og lét bara vaða. Skotið var það fast að það var nánast ofbeldisfullt og boltinn fór í slá og inn. Langstökksfagnið var líka eftirminnilegt. Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
25. Zoran Miljkovic Lið: ÍA, ÍBV Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1965 Íslandsmeistari: 1994, 1995, 1996, 1997, 1998 Bikarmeistari: 1996, 1998 Leikir: 88 Mörk: 0 Stoðsending: 1 Eftir tímabilið frábæra 1993 þurftu Skagamenn ekki einungis að finna sér nýjan þjálfara heldur einnig mann í vörnina í staðinn fyrir Luka Kostic sem hafði átt þrjú mögnuð ár á Akranesi. Og Luka benti sínum gömlu félögum á manninn sem gæti fyllt skarðið sem hann skildi eftir sig. Ég man bara eftir því í einum af fyrstu leikjunum hans að hann afgreiddi þá bara með olnboganum inni í teig. Þetta er svona óþverraskapur sem maður vill ekki sjá en viðgekkst þar sem hann spilaði í Júgóslavíu. Hann var náttúrulega alltaf með annað augað lokað og sagði bara: It happens eða eitthvað svona. En hann gjörsamlega geggjaður leikmaður. Svona lýsti Ólafur Þórðarson sínum gamla samherja í sjónvarpsþættinum Skaganum. Og það var engu logið að Zoran hafi verið geggjaður leikmaður auk þess að vera áhugaverður karakter, með alskeggið, sólgleraugun og í leðurjakkanum. Zoran Miljkovic hefur góðar gætur á Guðmundi Benediktssyni í úrslitaleik ÍA og KR um Íslandsmeistaratitilinn 1996.á sigurslóð Zoran varð Íslandsmeistari öll þrjú tímabilin sem hann lék með ÍA (1994-96), fór svo til ÍBV 1997 til að fylla skarð Hermanns Hreiðarssonar og varð tvívegis Íslandsmeistari með Eyjaliðinu og náði frábærlega saman með Hlyni Stefánssyni í miðri vörn ÍBV. Zoran vann einnig bikarinn í tvígang á tíma sínum á Íslandi. Á fimm og hálfu tímabili í efstu deild vann hann sex stóra titla. Það er ekki tilviljun. Hann er einn albesti erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi. Varnartölfræði liðanna hans Zorans var frábær. Hann lék 88 leiki í efstu deild. Í þeim fengu liðin hans aðeins á sig sjötíu mörk og héldu 41 sinnum hreinu. Ekki er annað hægt en að hneigja sig fyrir slíku. 24. Kristján Finnbogason Lið: ÍA, KR, Fylkir Staða: Markvörður Fæðingarár: 1971 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1999, 2000, 2002, 2003 Bikarmeistari: 1993, 1994, 1995, 1999 Leikir: 268 Haldið hreinu: 90 Stoðsendingar: 4 Tvisvar sinnum í liði ársins Á árunum 1992-2003 vann Kristján Finnbogason sex af tólf Íslandsmeistaratitlum sem í boði voru og fjóra af tólf bikarmeistaratitlum. Já, titlaskrá markvarðarins er ansi tilkomumikil. Kristján Finnbogason í glæsilegum markvarðabúningi.kr Félagaskiptagluggi ÍA fyrir tímabilið 1991 var afar vel heppnaður. Þá sótti Guðjón Þórðarson miðverðina Ólaf Adolfsson í Tindastól og Luca Kostic í Þór. Og til að standa milli stanganna fékk hann Kristján úr KR. Skagasöguna þekkja svo flestir. Þeir unnu næstefstu deild 1991, urðu Íslandsmeistarar sem nýliðar árið eftir og keyrðu svo yfir Ísland og Feyenoord 1993. Eftir það tímabil fór Kristján aftur heim í KR og tók stöðu Ólafs Gottskálkssonar í marki Vesturbæinga. Á fyrsta tímabilinu eftir endurkomuna í KR vann liðið bikarkeppnina undir stjórn Guðjóns; fyrsta stóra titil KR-inga í 26 ár. Annar bikarmeistaratitill fylgdi svo sumarið á eftir og Kristján hafði þá unnið fimm stóra titla á fjórum fyrstu árunum sínum sem aðalmarkvörður í efstu deild. Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn kom loks 1999 og urðu alls fjórir á fimm árum. Kristján var talsvert á undan sinni samtíð þegar kom að því hvernig hann spilaði markvarðastöðuna; hinn upprunalegi „sweeper keeper“ á Íslandi. Fínn í fótunum, sem nýttist vel á Íslandsmótinu innanhúss, og spilaði framar en tíðkaðist hjá markvörðunum á þeim tíma. Hann var líka sterkur í hinum hefðbundnari þáttum markvarðastöðunnar og hélt hreinu í 36 prósent leikja sem hann spilaði í efstu deild sem er afbragðs tölfræði. 23. Höskuldur Gunnlaugsson Lið: Breiðablik Staða: Hægri bakvörður/miðjumaður/kantmaður Fæðingarár: 1994 Íslandsmeistari: 2022, 2024 Leikir: 205 Mörk: 45 Stoðsendingar: 49 Leikmaður ársins: 2024 Fjórum sinnum í liði ársins Hvernig áttu að skilgreina Höskuld Gunnlaugsson sem leikmann? Líklega væri einhvers konar Total fótboltamaður nærri lagi. Hann hefur allavega spilað fullt af hlutverkum fyrir Breiðablik og blómstrað í þeim öllum. Höskuldur Gunnlaugsson ásamt Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, með verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn leikmaður ársins í fyrra. Þorvaldur fékk sjálfur þessi verðlaun 1989.vísir/vilhelm Höskuldur byrjaði á kantinum en þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðablik var hann færður í stöðu hægri bakvarðar. Höskuldur gerði samt annað og meira en að spila bakvörð. Hann leysti inn á miðju og mannaði í raun tvær stöður í einu. Höskuldur var stundum notaður á miðjunni og um mitt tímabil 2024, eftir að Breiðablik hafði leikið þrjá leiki í röð án þess að vinna, færði Halldór Árnason, eftirmaður Óskars, Höskuld á miðjuna fyrir fullt og fast. Og þá fóru Blikar á flug. Þeir unnu ellefu af síðustu þrettán leikjum sínum, gerðu tvö jafntefli og tryggðu sér titilinn með eftirminnilegum sigri í Víkinni í úrslitaleik í lokaumferðinni. Höskuldur fór mikinn á síðasta tímabili; skoraði níu mörk, þar af þrjú sigurmörk, og lagði upp sjö. Hann var auk þess andlegur leiðtogi Blikaliðsins og sjaldan hefur leikmaður átt jafn mikið skilið að vera valinn bestur í deildinni. Höskuldur er aðeins þrítugur, virðist eiga feykinóg eftir og ef svona listi verður gerður eftir áratug eða svo verður hann eflaust mun ofar á honum en hann er núna. 22. Alfreð Finnbogason Lið: Breiðablik Staða: Framherji Fæðingarár: 1989 Íslandsmeistari: 2010 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 43 Mörk: 28 Stoðsendingar: 12 Leikmaður ársins: 2010 Tvisvar sinnum í liði ársins Silfurskór: 2010 Bronsskór: 2009 Þetta eru bara heil tvö tímabil en þvílík tímabil sem Alfreð Finnbogason átti hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku. Alfreð Finnbogason lyftir Íslandsmeistarabikarnum eftir markalaust jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks í lokaumferðinni haustið 2010. Hann missti reyndar af leiknum vegna leikbanns.vísir/anton Breiðablik var með gríðarlega sterkt lið 2008 en olli miklum vonbrigðum og endaði í 8. sæti. Síðan kom hrun og þá þurfti að skera niður. Þá kom sér vel að vera með einhverja sterkustu árganga sem fram hafa komið á Íslandi (1989-90). Þessir strákar fengu lyklana að liði Breiðabliks og þurftu að gjöra svo vel að standa sig. Því fylgdu vaxtaverkir og Ólafur Kristjánsson var eflaust orðinn valtur í sessi um mitt sumar 2009. En Blikar urðu betri eftir því sem á tímabilið leið og unnu sinn fyrsta stóra titil í sögu félagsins. Íslandsmeistaratitilinn fylgdi svo árið á eftir. Enginn vafi var á því hver besti leikmaður Breiðabliks og besti leikmaður deildarinnar var á þessum tíma. Alfreð var ekki bara helsti markahrókur Blika heldur stýrði hann sóknarleik liðsins. Skorari og skapari í einum pakka. Hann skoraði 28 mörk og gaf tólf stoðsendingar í 43 leikjum í efstu deild og Blikasóknin hverfðist um hann. Eftirminnilegasta frammistaða Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks var líklega á KR-vellinum í 20. umferð 2010. Blikar unnu 1-3 sigur þar sem allir fremstu mennirnir, Alfreð, Kristinn Steindórsson og Haukur Baldvinsson skoruðu. Sá síðastnefndi skoraði fyrsta mark Breiðabliks eftir stórkostlega sókn. Alfreð fékk boltann á miðjunni, lék skemmtilega á tvo leikmenn KR og setti annan þeirra á afturendann, fann svo Kristin fyrir framan vítateiginn og hann stakk boltanum inn á Hauk sem skoraði. Þetta var frábært mark sem sýndi í hversu miklum takti Blikaliðið gekk; samhæfingu og skilningi sem varð eflaust til í gegnum tímann saman í yngri flokkunum. 21. Guðmundur Steinarsson Lið: Keflavík, Fram Staða: Framherji Fæðingarár: 1979 Bikarmeistari: 1997, 2004, 2006 Leikir: 255 Mörk: 81 Stoðsendingar: 61 Leikmaður ársins: 2008 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 2008 Silfurskór: 2000 Ef við ætlum að vera grimm átti Guðmundur Steinarsson bara tvö frábær tímabil í efstu deild, allavega þar sem hann fór yfir tíu mörkin. Annað þeirra var 2000 þar sem Keflavík endaði í 6. sæti en hitt, 2008, er eitt besta tímabil leikmanns í sögu efstu deildar. Guðmundur Steinarsson fann sig oft vel gegn KR. Hann skoraði tólf mörk gegn KR sem er það mesta sem hann gerði gegn liði í efstu deild á Íslandi.vísir/daníel Keflvíkingum var ekki spáð góðu gengi en mættu til leiks af krafti og unnu Íslandsmeistara Valsmanna, 5-3, í 1. umferð. Guðmundur skoraði tvö mörk í leiknum og gaf tóninn fyrir tímabilið. Hann var í dúndurformi og var algjörlega óstöðvandi í gríðarlega skemmtilegu og góðu Keflavíkurliði; líklega besta skyndisóknaliði sem hefur sést í efstu deild á síðustu árum. Ef vörnin hefði verið jafn góð og sóknin hefði Keflavík sennilega unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1973. En hann gekk Suðurnesjamönnum úr greipum. Guðmundur stóð uppi sem markakóngur með sextán mörk. Auk þess gaf hann níu stoðsendingar og kom því með beinum hætti að 25 mörkum í deildinni sem er einstök tölfræði. Alls skoraði Guðmundur 81 mark í efstu deild og er markahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur. Fallegasta markið hans, og eitt það flottasta sem hefur verið skorað í efstu deild, kom gegn KR í Keflavík 2001. Keflvíkingar fengu þá aukaspyrnu rúmlega þrjátíu metrum frá marki. Guðmundi var alveg sama og lét bara vaða. Skotið var það fast að það var nánast ofbeldisfullt og boltinn fór í slá og inn. Langstökksfagnið var líka eftirminnilegt.
Lið: ÍA, ÍBV Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1965 Íslandsmeistari: 1994, 1995, 1996, 1997, 1998 Bikarmeistari: 1996, 1998 Leikir: 88 Mörk: 0 Stoðsending: 1
Lið: ÍA, KR, Fylkir Staða: Markvörður Fæðingarár: 1971 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1999, 2000, 2002, 2003 Bikarmeistari: 1993, 1994, 1995, 1999 Leikir: 268 Haldið hreinu: 90 Stoðsendingar: 4 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: Breiðablik Staða: Hægri bakvörður/miðjumaður/kantmaður Fæðingarár: 1994 Íslandsmeistari: 2022, 2024 Leikir: 205 Mörk: 45 Stoðsendingar: 49 Leikmaður ársins: 2024 Fjórum sinnum í liði ársins
Lið: Breiðablik Staða: Framherji Fæðingarár: 1989 Íslandsmeistari: 2010 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 43 Mörk: 28 Stoðsendingar: 12 Leikmaður ársins: 2010 Tvisvar sinnum í liði ársins Silfurskór: 2010 Bronsskór: 2009
Lið: Keflavík, Fram Staða: Framherji Fæðingarár: 1979 Bikarmeistari: 1997, 2004, 2006 Leikir: 255 Mörk: 81 Stoðsendingar: 61 Leikmaður ársins: 2008 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 2008 Silfurskór: 2000
Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn